Heimurinn á „nýju og hættulegu stigi“ faraldursins

Fleiri en 454 þúsund eru látnir af völdum veirunnar á …
Fleiri en 454 þúsund eru látnir af völdum veirunnar á heimsvísu og rúmar 8,4 milljónir hafa smitast. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að heimurinn sé nú á nýju og hættulegi stigi kórónuveirufaraldursins þar sem fólk sé orðið þreytt á samkomutakmörkunum þrátt fyrir að útbreiðsla faraldursins eigi jafnvel enn eftir að ná hámarki.

Fram kom í dag að kórónuveiran hafi verið komin til Ítalíu í desember, löngu áður en talið var og raunar á svipuðum tíma og fregnir fóru að berast frá Kína.

Fleiri en 456 þúsund eru látnir af völdum veirunnar á heimsvísu og rúmar 8,5 milljónir hafa smitast, en faraldurinn er á uppleið í Ameríku og nokkrum stöðum í Asíu þrátt fyrir að víðast hvar í Evrópu séu stjórnvöld farin að aflétta eða a.m.k. huga að afléttingu takmarkana.

„Heimurinn er á nýju og hættulegu stigi. Margir eru skiljanlega orðnir þreyttir á að vera heima [...] en veiran er enn í hraðri útbreiðslu,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

Þrátt fyrir að vísindamenn keppist nú við að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni er ekki von á að slíkt verði komið í notkun fyrr en í fyrsta lagi seint á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert