Hnífaárásin rannsökuð sem hryðjuverk

Fáir eru á ferli við Forbury almenningsgarðinn þar sem árásarmaður …
Fáir eru á ferli við Forbury almenningsgarðinn þar sem árásarmaður stakk þrjá til bana í gærkvöld. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. AFP

Hnífaárás í almenningsgarði í Reading á Englandi í gær þar sem þrír létu lífið er rannsökuð sem hryðjuverk. Lögregla hafði áður gefið út að svo væri ekki. 

Þrír lét­ust og þrír særðust al­var­lega í hnífaárás í Forbury al­menn­ings­garðinum í gær­kvöldi. 25 ára karl­maður hef­ur verið hand­tek­inn, grunaður um árásina. 

Sam­kvæmt heim­ild­um BBC er árás­armaður­inn frá Líb­ýu og hef­ur hann setið í fang­elsi á Englandi fyr­ir minni­hátt­ar brot. Hryðjuverkadeild lögreglunnar hefur tekið við rannsókninni og verða Priti Patel innanríkisráðherra og Boris Johnson forsætisráðherra upplýst um gang mála.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert