„Hafa ekki hugmynd hvað þau eru að tala um“

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á fundi í Tulsa í …
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór mikinn á fundi í Tulsa í Oklahoma á laugardagskvöld. Ungmenni á TikTok segjast hafa náð að spilla fyrir forsetanum með því að taka frá miða sem aldrei voru notaðir, en kosningastjórn hans vísar þessu á bug. AFP

Kosningastjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta þvertekur fyrir að fjöldahreyfingar á samfélagsmiðlum hafi haft þau áhrif að mun færri mættu á fjöldafund en skipuleggjendurnir gerðu ráð fyrir. 

Ungmenni á samfélagsmiðlinum TikTok hafa haldið því fram að með því að hvetja fólk til þess að bóka miða án þess að mæta hafi það komið í veg fyrir að þeir fengju miða sem raunverulega vildu mæta.

Brad Parscale, sem er kosningastjóri forsetans, vísar þessu alfarið á bug. „Vinstrimenn og nettröll sem nú hrósa sigri og halda að þau hafi með einhverjum hætti haft áhrif á mætinguna á fundinn hafa ekki hugmynd um hvað þau eru að tala eða hvernig fundirnir virka,“ segir hann í yfirlýsingu á vef kosningaherferðarinnar.

Blaðamenn haft sig að fífli

Hann sakar blaðamenn sem hafa sagt frá atvikunum eins og um sannleik væri að ræða um að hafa brugðist hlutverki sínu og að þeir hafi látið hafa sig af fífli í æsingnum.

„Þessar fölsku beiðnir um miða rötuðu aldrei inn í okkar ráðstafanir. Það sem gerir þessar slöppu tilraunir til þess að hakka viðburðina okkar enn broslegri er sú staðreynd að á hverjum einasta viðburði gildir almenn fyrstur-kemur-fyrstur-fær regla og forskráning óþörf,“ segir kosningastjórinn.

Það sem hafi valdið dræmri mætingu hafi verið vikuskammtur af „falsfréttum“ sem vöruðu fólk við að mæta á fjöldafundinn vegna COVID-19 og mótmæla um landið vítt og breitt. Fundarsalurinn í Tulsa, þar sem fundurinn var haldinn, tekur 19.000 manns en haft er eftir slökkviliði á staðnum að á sjöunda þúsund manns hafi mætt á fundinn. Kosningastjórn segir mun fleiri hafa verið á staðnum.

Fundurinn var fyrsti fjöldafundur Trump í kosningabaráttunni. Kosið er í …
Fundurinn var fyrsti fjöldafundur Trump í kosningabaráttunni. Kosið er í nóvember. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert