Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur handtekið Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærastu og samstarfskonu Jeffrey Epstein.
Samkvæmt BBC var Maxwell handtekin í New Hampshire vegna ákæra í tengslum við Epstein og teknar verða fyrir af alríkisdómstól síðar.
Maxwell hefur neitað því að hafa tekið þátt í eða vitað af meintum kynferðisbrotum Epstein, sem lést í fangelsi 10. ágúst á síðasta ári á meðan hann beið eftir réttarhöldum yfir sér. Andlát hans var úrskurðar sjálfsvíg.
Epstein var handtekinn í New York á síðasta ári og var sakaður um fjölda kynferðisbrota, meðal annars að hafa haldið úti mansalspýramída ungra stúlkna og kvenna og fjölda nauðgana.
Mörg fórnalamba Epstein hafa sagt að Maxwell hafi kynnt þær fyrir Epstein vitandi að brotið yrði á þeim kynferðislega.
Maxwell höfðaði mál gegn dánarbúi Epstein fyrr á þessu ári og ítrekaði að hún vissi ekki af kynferðisbrotum hans. Krefst hún bóta vegna lögfræðikostnaðar og kostnaðar vegna öryggismála sem hún hefur innt af hendi vegna tengsla sinna við Epstein.