Maxwell kemur fyrir dómara

Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein.
Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Jeffrey Epstein. AFP

Ghislaine Maxwell, fyrr­ver­andi kær­asta og sam­starfs­kona Jef­frey Ep­stein, mun koma fyrir alríkisdómstól í New York á föstudag. Verður það í fyrsta sinn sem hún kemur fyrir réttinn, en hún er sökuð um að tengjast kynferðisbrotum Epstein. Nú þegar gefnar út sex ákærur á hendur henni, sem allar varða brot Epstein. 

Meðal ákæra er meint samsæri og mansal á allt niður í 14 ára gamlar stelpur. Er hún sömuleiðis sökuð um að hafa tekið þátt í einhverjum athafnanna. Saksóknarar hafa farið fram á að henni verði ekki hleypt út gegn tryggingu og bera fyrir sig að hún sé „gríðarlega líkleg“ til að flýja land. Maxwell er með vegabréf í þremur löndum, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. 

Maxwell var hand­tek­in í New Hamps­hire á þriðjudag í síðustu viku. Hún hefur neitað því að hafa tekið þátt í eða vitað af meint­um kyn­ferðis­brot­um Ep­stein, sem lést í fang­elsi 10. ág­úst á síðasta ári á meðan hann beið eft­ir rétt­ar­höld­um yfir sér. And­lát hans var úr­sk­urðar sjálfs­víg. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert