Ekki nóg gert til að vernda notendur

Ákvörðun Facebook um að banna ekki ummæli Donalds Trump sem …
Ákvörðun Facebook um að banna ekki ummæli Donalds Trump sem brutu gegn gildum miðilsins eru sögð grafa undan borgaralegum réttindum AFP

Face­book hef­ur ekki gert nóg til að vernda not­end­ur sína frá skaðlegu efni, og ákvörðunin um að banna ekki um­mæli Don­alds Trump sem brutu gegn gild­um miðils­ins gróf und­an borg­ara­leg­um rétt­ind­um. Þetta kem­ur fram í skýrslu um stefnu Face­book, sem tveir lög­fræðing­ar og sér­fræðing­ar í borg­ara­leg­um rétt­ind­um skrifuðu fyr­ir fyr­ir­tækið.

New York Times grein­ir frá.

Sam­kvæmt skýrsl­unni hef­ur Face­book tekið mik­il­væg skref í að tryggja borg­ara­leg rétt­indi á miðlin­um til langs tíma, en áætlan­ir fyr­ir­tæk­is­ins gangi ekki nægi­lega langt. Þá hafi Face­book leyft hat­ursorðræðu og upp­lýs­inga­óreiðu að viðgang­ast.

Þrátt fyr­ir nokk­urn ár­ang­ur á sviði mann­rétt­inda lýsa höf­und­ar skýrsl­unn­ar yfir áhyggj­um yfir marg­ar ákv­arðanir Face­book í slík­um mál­um kasti skugga á þann ár­ang­ur.

Sheryl Sandberg segir skýrsluna vera byrjunin á vegferð Facebook
Sheryl Sand­berg seg­ir skýrsl­una vera byrj­un­in á veg­ferð Face­book AFP

Setja slæmt for­dæmi

Sér­stak­lega er minnst á tregðu for­ráðamanna miðils­ins til að taka á um­mæl­um Don­alds Trump banda­ríkja­for­seta, sem að mati höf­unda skar­ast við hat­ursorðræðu og kúg­un kjós­enda.

Tregða Face­book er sögð end­ur­spegla viðhorf fyr­ir­tæk­is­ins um að „vernd­un mál­frels­is sé mik­il­væg­ari en önn­ur yf­ir­lýst gildi fyr­ir­tæk­is­ins.“ Þá telja höf­und­ar þessa ákvörðun setja slæmt for­dæmi fyr­ir aðra.

Byrj­un veg­ferðar Face­book

Í síðasta mánuði lýsti Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, því yfir að fyr­ir­tækið myndi end­ur­skoða regl­ur um birt­ingu efn­is á sam­fé­lags­miðlum. Í til­kynn­ingu Zucker­bergs seg­ir að Face­book muni breyta hvernig fyr­ir­tækið tekst á við of­beld­is­fullt efni á miðlin­um.

Í skýrsl­unni er mælt til þess að Face­book gangi lengra í regl­um sín­um um birt­ingu efn­is, meðal ann­ars með því að banna efni sem upp­hef­ur eða lýs­ir stuðningi yfir hvíta þjóðern­is- og aðskilnaðar­stefnu.

Sheryl Sand­berg, rekstr­ar­stjóri Face­book, til­kynnti á miðviku­dag­inn að skýrsl­an væri aðeins byrj­un­in á veg­ferð Face­book til að taka þess­um mál­um, en ekki end­ir­inn. „Það sem hef­ur komið í ljós er að við eig­um langt eft­ir. Eins erfitt og það hef­ur verið að ann­mark­ar okk­ar hafi verið op­in­beraðir af sér­fræðing­um, hef­ur það án efa verið mjög mik­il­vægt ferli í fyr­ir­tæk­inu okk­ar,“ sagði í til­kynn­ingu Sand­berg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka