Senda forsetanum skýr skilaboð

AFP

Gríðarstór götuskreyting með orðunum „Black Lives Matter“ eða svört líf skipta máli, hefur verið máluð á 5. stræti New York-borgar, beint fyrir framan Trump turninn. 

Samkvæmt BBC er áætlað að álíka götuskreytingar verði málaðar í öllum fimm borgarhlutum New York. 

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði götuskreytinguna „tákn hatursins“ þegar hann heyrði af áformunum. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert