Vatnsskortur er raunveruleg hætta

Vatnsskortur er raunveruleg hætta á ákveðnum svæðum.
Vatnsskortur er raunveruleg hætta á ákveðnum svæðum. AFP

Verði ekkert að gert er raunveruleg hætta á því að hluti Englands verði án vatns innan næstu tuttugu ára. Nefnd sem fengin hefur verið til að kanna málið segir að „enginn árangur“ hafði náðst í því að hægja á leka á ákveðnum svæðum í landinu. Er vatnsfyrirtækjum á umræddum svæðum þar um að kenna.

Að því er fram kemur í umfjöllun Marketwatch um málið tapast rétt um 3 milljarðar lítra af vatni á degi hverjum, sem jafnframt er um fimmtungur þess vatns sem notað er daglega. Allt er það sökum leka, en þannig tapast vatnið og verður ónothæft.

Sakar nefndin stjórnvöld þar í landi um sofandahátt gagnvart starfsemi vatnsfyrirtækja. Hafa fyrirtækin lítið gert til að bregðast við ástandinu, en gera má ráð fyrir að það haldist óbreytt næstu misseri enda hefur lítill þrýstingur verið settur á fyrirtækin. Verði það ekki gert megi gera ráð fyrir að fjölmargar jarðir í Englandi horfi fram á vatnsskort fyrir árið 2050.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert