Undið ofan af ofríki íslamista í Súdan

Endurskoðun laga Súdan kemur í kjölfar þess að Omar al-Bashir …
Endurskoðun laga Súdan kemur í kjölfar þess að Omar al-Bashir var komið frá völdum eftir mikil mótmæli á síðasta ári. AFP

Eft­ir rúm­lega 30 ár af of­ríki íslam­ista­stjórn­ar í Súd­an hyggj­ast stjórn­völd nú aflétta ströngustu lög­um lands­ins.

„Við ætl­um að af­nema öll lög sem brjóta gegn mann­rétt­ind­um,“ er haft eft­ir Nasredeen Abd­ul­bari, dóms­málaráðherra Súd­an.

Meðal þeirra breyt­inga sem gerðar verða á lög­um Súd­an eru að öðrum en múslim­um verður heim­ilt að neyta áfeng­is, op­in­ber­ar hýðing­ar verða aflagðar, sem og umsk­urður á kyn­fær­um kvenna. Þá verður kon­um ekki leng­ur skylt að fá leyfi frá karl­kyns ætt­ingja til að mega ferðast með börn sín.

End­ur­skoðun laga Súd­an kem­ur í kjöl­far þess að Omar al-Bashir var komið frá völd­um eft­ir mik­il mót­mæli á síðasta ári.

htt­ps://​www.mbl.is/​frett­ir/​er­lent/​2019/​12/​14/​sat_i_buri_vid_doms­upp­kvadn­ingu/

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka