„Geymdu herlið þitt í þínum eigin byggingum“

Yfirvöld í Portland eru hreint ekki hrifin af nærveru alríkislögreglumannanna.
Yfirvöld í Portland eru hreint ekki hrifin af nærveru alríkislögreglumannanna. AFP

Borgarstjóri Portland krefst þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti kalli alríkislögreglumenn sem þangað voru sendir vegna Black Lives Matter mótmæla aftur heim. Lögreglumennirnir eru sakaðir um að hafa handtekið mótmælendur án skýringa og flutt þá á brott. 

„Geymdu herlið þitt í þínum eigin byggingum eða láttu það yfirgefa borgina okkar, sagði Ted Wheeler, borgarstjóri Portland á blaðamannafundi í gær. 

Kate Brown, fylkisstjóri Oregon-fylkis, þar sem Portland borg er, sagði að Trump leitaði árekstra í Portland í von um að vinna sér þannig inn pólitísk stig annars staðar og til að draga athygli frá kórónuveirufaraldrinum sem er enn í vexti í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. 

Segir um brot á réttindum að ræða

Sam­kvæmt frétt Or­egon Pu­blic Broa­dcasting hafa lög­reglu­menn mætt á svæði þar sem mót­mæl­end­ur aðhaf­ast í ómerkt­um bíl­um, klædd­ir í felu­liti, og gripið mót­mæl­end­ur af göt­un­um án skýr­inga og keyrt svo burt með þá. 

Charles Boyle, talsmaður Brown, segir að það að handtaka fólk án ástæðu sé brot á borgaralegum og stjórnarskrárvörðum réttindum þess. 

Yfirvöld í Portland hafa ákveðið að höfða mál gegn heimavarnarráðuneytinu, alríkisverndarþjónustunni og fleirum á þeim grundvelli að lögreglumennirnir hafi brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert