Hatrömm átök í Portland

AFP

Mót­mæli hafa geisað í Port­land í Or­egon-ríki í Banda­ríkj­un­um í tæp­ar sex vik­ur, síðan Geor­ge Floyd var myrt­ur í Minn­ea­pol­is í maí. Víða hef­ur verið mót­mælt í Banda­ríkj­un­um á síðustu vik­um, en þótt mót­mæli hafa minnkað í mörg­um borg­um eru mót­mæl­in í Port­land enn með þeim um­fangs­mestu í land­inu og hat­ramm­ar deil­ur hafa komið upp á milli mót­mæl­enda og lög­gæsluliða.

Mót­mæl­end­ur krefjast um­bóta í lög­gæslu í land­inu og að tek­in verði ábyrgð á því óhóf­lega lög­reglu­of­beldi sem svart­ir hafi verið beitt­ir í Banda­ríkj­un­um. Einnig krefjast mót­mæl­end­ur rétt­læt­is fyr­ir þau sem lát­ist hafa af völd­um lög­reglu­of­beld­is, þar á meðal Geor­ge Floyd, Breonna Tayl­or og Elijah McClain.

Þó hef­ur fjöldi mis­mun­andi mót­mæla og kröf­u­mála runnið sam­an í suðupott, sem inni­held­ur allt frá friðsæl­um kröfu­göng­um Black Li­ves Matter-hreyf­ing­ar­inn­ar til smærri hópa of­beld­is­fyllri mót­mæl­enda.

Greint var frá því í síðustu viku að lög­reglu­menn í ómerkt­um bíl­um hefðu hand­tekið mót­mæl­end­ur í borg­inni, að mestu leyti án til­efn­is. Or­egon Pu­blic Broa­dcasting greindi frá mót­mæl­anda sem var hand­tek­inn af lög­gæsluliðum á ómerkt­um bíl án út­skýr­ing­ar, en eft­ir að mót­mæl­and­inn óskaði eft­ir lög­manni var hon­um sleppt.

Þá hafa al­rík­is­lög­reglu­menn notað tára­gas og gúmmí­kúl­ur gegn mót­mæl­end­um, en at­ferli lög­gæsluliða hef­ur valdið yf­ir­völd­um í borg­inni, sem og í rík­inu, áhyggj­um.

AFP

Yf­ir­völd í Or­egon áhyggju­full

Ted Wheeler, borg­ar­stjóri Port­land, hef­ur sagt um þau hundruð al­rík­is­lög­reglu­manna sem send­ir hafa verið á vett­vang í borg­inni að „návist þeirra valdi í raun meira of­beldi og meiri skemmd­um“. Hann hef­ur þá lýst því yfir að borg­ar­yf­ir­völd kæri sig ekki um nær­veru þeirra, og vilji að þeir yf­ir­gefi borg­ina.

Í viðtali við CNN um helg­ina sagði Wheeler að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru ekki aðeins ólög­leg­ar, held­ur stofnuðu þær líf­um borg­ar­búa í hættu. 

Í síðustu viku sakaði Kate Brown, rík­is­stjóri í Or­egon, al­rík­is­lög­reglu­menn um „blygðun­ar­lausa vald­beit­ingu,“ og að vera þeirra í borg­inni væri lítið annað en „póli­tískt leik­hús“ af hálfu rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump.

„Öfga­full­ur múgur"

Banda­rísk yf­ir­völd hafa verið harðorð í garð mót­mæl­anna, og hef­ur for­set­inn varið aðgerðir al­rík­is­lög­regl­unn­ar í Port­land. Um helg­ina tísti hann að rík­is­stjórn­in væri „að reyna að hjálpa Port­land, ekki skaða hana“. Þá hefðu borg­ar­yf­ir­völd misst stjórn á mót­mæl­end­um, sem hann kall­ar an­arkista og óreiðuvalda.

„Port­land var al­gjör­lega stjórn­laus, svo að [lög­regl­an] fór inn, og ég reikna með að marg­ir séu núna í fang­elsi,“ sagði for­set­inn á blaðamanna­fundi í síðustu viku. „Við höf­um ráðið niður­lög­um þeirra, og ef þau byrja aft­ur mun­um við gera það aft­ur auðveld­lega.“

Chad Wolf, fram­kvæmda­stjóri inn­an­rík­is­ör­ygg­is­mála, hef­ur þá kallað mót­mæl­end­ur í Port­land „öfga­full­an múg“.

Vernd­un dóms­húss­ins yf­ir­skin

Mót­mæl­in í Port­land hafa mest­megn­is farið fram í ná­grenni við Mark O. Hat­field-dóms­húsið í miðborg Port­land, en sum­ir mót­mæl­enda hafa tekið upp á því að skjóta upp flug­eld­um, kasta flösk­um og dós­um að lög­reglu og krota á veggi, meðal ann­ars veggi dóms­húss­ins.

Al­rík­is­vernd­arþjón­usta Banda­ríkj­anna (Feder­al Protecti­ve Service) er rík­is­stofn­un sem hef­ur m.a. þann til­gang að vernda op­in­ber­ar bygg­ing­ar, t.d. dóms­hús. Þjón­ust­an heyr­ir und­ir inn­an­rík­is­ör­ygg­is­mála­deild rík­is­ins (Depart­ment of Home­land Secu­rity) og hef­ur þess vegna aðgang að al­rík­is­lög­reglu­mönn­um sem gegna ör­ygg­is­störf­um í dóms­hús­um og öðrum op­in­ber­um bygg­ing­um.

AFP

Í viðtali við NPR sagði starf­andi aðstoðarfram­kvæmd­ar­stjóri inn­an­rík­is­ör­ygg­is­mála, Ken Cucc­inelli, að mót­mæl­in í Port­land hefðu verið al­rík­is­vernd­arþjón­ust­unni ofviða og þess vegna hefði hún þegið aðstoð tolla- og landa­mæra­vernd­ar Banda­ríkj­anna (United States Cu­stoms and Bor­der Protecti­on) og inn­flytj­enda- og toll­gæsl­unn­ar (Immigrati­on and Cu­stoms En­forcement) til að ráða bet­ur við mót­mæl­end­ur.

Cucc­inelli seg­ir að þetta hafi verið gert í þágu vernd­un­ar dóms­húss­ins frá veggjakroti og skemmd­ar­verk­um, en gagn­rýn­end­ur hafa sakað stjórn­völd um að nýta sér smugu í regl­un­um til að beita al­rík­is­lög­reglu­mönn­um, sem sinna und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum inn­flytj­enda- og tolla­mál­um og landa­mæra­vernd, gegn mót­mæl­end­um í Port­land.

Þá út­skýr­ir Cucc­inelli að verksvið Al­rík­is­vernd­arþjón­ust­unn­ar nái til þeirra sem ógni ör­yggi op­in­bera bygg­inga eða séu grunuð um að valda tjóni á op­in­ber­um bygg­ing­um eða skaða op­in­bera starfs­menn.

Þá rétt­læti grund­völl­ur um­dæm­is­ins það að al­rík­is­vernd­arþjón­ust­an, með aðstoð frá ICE og CBP, hand­taki mót­mæl­end­ur þegar grun­ur leiki á að þeir muni reyna að valda skemmd­ar- eða of­beld­is­verk­um.

Mark O. Hatfield-dómshúsið í Portland
Mark O. Hat­field-dóms­húsið í Port­land AFP

Kæra fyr­ir stjórn­ar­skrár­brot

Dóms­málaráðherra Or­egon-rík­is hef­ur lagt fram kæru á hend­ur al­rík­is­stjórn­inni fyr­ir brot á fyrstu breyt­ingu stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar, sam­komu­rétt­in­um, og fjórðu og fimmtu breyt­ingu stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar.

Kær­an snýr að ólög­mætri hand­töku mót­mæl­enda í Port­land og skort á sann­gjarnri málsmeðferð.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert