Ný meðferð við veirunni gefur góðar niðurstöður

Rannsókn á lyfinu bendir til þess að það dragi úr …
Rannsókn á lyfinu bendir til þess að það dragi úr líkum á alvarlegum veikindum um 80%. AFP

Ný meðferð við kór­ónu­veirunni gæti dregið úr lík­um á al­var­leg­um veik­ind­um um 80% sam­kvæmt nýrri rann­sókn. 

Rann­sókn­in bend­ir til þess að þeir sjúk­ling­ar sem nota lyfið við veirunni séu tvisvar sinn­um lík­legri til þess að ná bata á meðferðar­tím­an­um en þeir sem fengu ekki lyfið. Eft­ir því sem fram kem­ur í frétt Tel­egraph var inn­lagn­ar­tími á sjúkra­húsi hjá þeim sem fengu lyfið sömu­leiðis um þriðjungi styttri. 

Líf­tæknifyr­ir­tækið Synair­gen þróaði lyfið sem heit­ir SNG001. Rann­sókn­in bend­ir til þess að þeir sjúk­ling­ar sem fengu lyfið voru 79% minna lík­leg­ir til að fá al­var­leg ein­kenni veirunn­ar á meðferðar­tím­an­um, sem var í flest­um til­fell­um 16 dag­ar. 

Meðal inn­lagn­ar­tími á sjúkra­húsi lækkaði úr 9 dög­um í 6. Þrír úr hópi þeirra sem fengu sýnd­ar­lyf (6%) lét­ust af völd­um veirunn­ar, á meðan ekk­ert dauðsfall varð í hópi þeirra sem fengu SNG001. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert