Ný meðferð við veirunni gefur góðar niðurstöður

Rannsókn á lyfinu bendir til þess að það dragi úr …
Rannsókn á lyfinu bendir til þess að það dragi úr líkum á alvarlegum veikindum um 80%. AFP

Ný meðferð við kórónuveirunni gæti dregið úr líkum á alvarlegum veikindum um 80% samkvæmt nýrri rannsókn. 

Rannsóknin bendir til þess að þeir sjúklingar sem nota lyfið við veirunni séu tvisvar sinnum líklegri til þess að ná bata á meðferðartímanum en þeir sem fengu ekki lyfið. Eftir því sem fram kemur í frétt Telegraph var innlagnartími á sjúkrahúsi hjá þeim sem fengu lyfið sömuleiðis um þriðjungi styttri. 

Líftæknifyrirtækið Synairgen þróaði lyfið sem heitir SNG001. Rannsóknin bendir til þess að þeir sjúklingar sem fengu lyfið voru 79% minna líklegir til að fá alvarleg einkenni veirunnar á meðferðartímanum, sem var í flestum tilfellum 16 dagar. 

Meðal innlagnartími á sjúkrahúsi lækkaði úr 9 dögum í 6. Þrír úr hópi þeirra sem fengu sýndarlyf (6%) létust af völdum veirunnar, á meðan ekkert dauðsfall varð í hópi þeirra sem fengu SNG001. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert