Stytta af trúboðanum og nýlenduherranum Hans Egede, sem stendur í Nuuk í Grænlandi, mun standa áfram, í það minnsta ef vilji bæjarbúa fær að ráða. Atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa um örlög styttunnar lauk á miðnætti. Grænlenska ríkisútvarpið greinir frá.
Alls voru 600 kjósendur fylgjandi því að fjarlægja styttuna, en 921 því andvígur. Kosningin fór fram á netinu og hófst 3. júlí en alls höfðu um 23.000 manns atkvæðisrétt og var kosning því heldur dræm.
Egede var lútherskur trúboði, danskur og norskur að uppruna. Hann kom til Grænlands árið 1721 til að kristna norræna menn, stýrði Grænlandi fyrir hönd Dana og stofnaði meðal annars Nuuk, sem er nú höfuðstaður Grænlands.
Atkvæðagreiðslan hófst 24. júní, en þremur dögum áður, á þjóðhátíðardegi Grænlendinga, hafði rauðri málningu verið styttuna og á hana ritað enska orðið „decolonize“ og vilja skemmdarvargarnir því væntanlega að Grænland fái sjálfstæði frá Dönum.
Talið er að skemmdarverkið tengist mótmælum í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á George Floyd, en þar hafa mótmælendur framið skemmdarverk og janfvel fellt styttur af sögufrægum mönnum sem tengdir eru við kúgun. Þá hefur stytta af Egede í Danmörku einnig orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum.