Óttast að önnur bylgja sé að hefjast í Evrópu

Í Katalóníu hefur allt skemmtanalíf verið sett á ís í …
Í Katalóníu hefur allt skemmtanalíf verið sett á ís í tvær vikur. AFP

Spánn er nú í brenni­depli í tengsl­um við áhyggj­ur af ann­arri bylgju kór­ónu­veirunn­ar í Evr­ópu, en þar hafa stjórn­völd gripið til aðgerða til að hefta út­breiðslu kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins að nýju.

Í Katalón­íu hef­ur allt skemmtana­líf verið sett á ís í tvær vik­ur, en það eru fleiri borg­ir en Barcel­óna þar sem smit­um fer fjölg­andi.

Önnur Evr­ópu­lönd hafa jafn­framt gripið til aðgerða vegna fjölg­un­ar smita á Spáni, en í Bretlandi þurfa all­ir að fara í sótt­kví við heim­kom­una frá Spáni, líkt og í Nor­egi, og Frakk­ar hafa verið varaðir við ferðalög­um til Spán­ar.

Smit­um er einnig að fjölga á ný í Frakklandi og Þýskalandi, þar sem stjórn­völd reyna að finna jafn­vægi þess að hefta út­breiðslu veirunn­ar og koma efna­hags­líf­inu aft­ur af stað.

Staðan í Evr­ópu er þó góð miðað við ann­ars staðar í heim­in­um, en ný­gengi smita á heimsvísu nálg­ast 300 þúsund á dag, en þar hafa mest að segja smit í Am­er­íku og Suður-Asíu.

Staðfest smit eru orðin 16 millj­ón­ir á heimsvísu, sam­kvæmt taln­ingu Johns Hopk­ins-há­skóla, og eru dauðsföll sem staðfest er að tengj­ast veirunni orðin 644 þúsund.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka