Spánn er nú í brennidepli í tengslum við áhyggjur af annarri bylgju kórónuveirunnar í Evrópu, en þar hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins að nýju.
Í Katalóníu hefur allt skemmtanalíf verið sett á ís í tvær vikur, en það eru fleiri borgir en Barcelóna þar sem smitum fer fjölgandi.
Önnur Evrópulönd hafa jafnframt gripið til aðgerða vegna fjölgunar smita á Spáni, en í Bretlandi þurfa allir að fara í sóttkví við heimkomuna frá Spáni, líkt og í Noregi, og Frakkar hafa verið varaðir við ferðalögum til Spánar.
Smitum er einnig að fjölga á ný í Frakklandi og Þýskalandi, þar sem stjórnvöld reyna að finna jafnvægi þess að hefta útbreiðslu veirunnar og koma efnahagslífinu aftur af stað.
Staðan í Evrópu er þó góð miðað við annars staðar í heiminum, en nýgengi smita á heimsvísu nálgast 300 þúsund á dag, en þar hafa mest að segja smit í Ameríku og Suður-Asíu.
Staðfest smit eru orðin 16 milljónir á heimsvísu, samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskóla, og eru dauðsföll sem staðfest er að tengjast veirunni orðin 644 þúsund.