Sjálfboðaliði handtekinn vegna brunans í Nantes

Kirkjan varð fyrir miklum skemmdum í brunanum.
Kirkjan varð fyrir miklum skemmdum í brunanum. AFP

Sjálf­boðaliði í dóm­kirkj­unni í Nan­tes í Frakklandi hef­ur verið hand­tek­inn í tengsl­um við elds­voða sem gjör­eyðilagði kirkj­una.

Le Monde hef­ur eft­ir sak­sókn­ara að hinn grunaði, flóttamaður frá Rú­anda sem starfaði sem um­sjón­ar­maður í kirkj­unni, hafi viður­kennt að hafa kveikt eld­inn.

Lögmaður manns­ins seg­ir í sam­tali við ann­an fjöl­miðil að maður­inn stór­sjái eft­ir gjörðum sín­um. 

Meðal þess sem eyðilagðist í eld­in­um var org­el frá 17. öld og sögu­leg­ir myndskreytt­ir glugg­ar kirkj­unn­ar.

Sjálf­boðaliðinn, sem er 39 ára en hef­ur ekki verið nefnd­ur á nafn, var hand­tek­inn skömmu eft­ir brun­ann 18. júlí síðastliðinn, en hon­um var svo sleppt úr haldi. Hann var síðan feng­inn aft­ur til skýrslu­töku í gær og hneppt­ur í gæslu­v­arðhald í kjöl­farið. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka