Kórónukreppan ristir djúpt

Bygging Seðlabanka Bandaríkjanna.
Bygging Seðlabanka Bandaríkjanna. AFP

Víða gæt­ir efna­hags­legra áhrifa kór­ónu­veirunn­ar, en mörg stærstu hag­kerfi heims hafa dreg­ist mikið sam­an síðan í fe­brú­ar.

Hag­kerfi Bret­lands hef­ur ekki jafnað sig jafn hratt og reiknað var með, en verg lands­fram­leiðsla Bret­lands reis um aðeins um 1,8% í maí­mánuði. Það kem­ur í kjöl­far þess að lands­fram­leiðslan féll um 6,9% í mars og um 20,4% í apríl. BBC grein­ir frá mál­inu.

Töl­fræðistofn­un Bret­lands áætl­ar að hag­kerfi lands­ins sé 24% minna en það var í fe­brú­ar.

Lands­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna dróst sam­an um 32,9% á öðrum árs­fjórðungi á árs­grund­velli, en það er mesti sam­drátt­ur hag­kerf­is­ins síðan mæl­ing­ar hóf­ust árið 1947.

At­vinnu­leysi hef­ur auk­ist mikið vest­an­hafs á síðustu vik­um, en rúm­lega 1,4 millj­ón­ir nýrra um­sókna um at­vinnu­leys­is­bæt­ur bár­ust í síðustu viku. Um 15 millj­ón­ir starfa hafa tap­ast síðan í fe­brú­ar, en talið er að um helm­ing­ur Banda­ríkja­manna hafi þurft að þola skerðing­ar á inn­komu sinni.

Verg lands­fram­leiðsla Þjóðverja féll um 10,1% á milli byrj­un apríl og lok júní, en það er mesti sam­drátt­ur hag­kerf­is­ins síðan mæl­ing­ar hóf­ust árið 1970.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert