Fyrsti smitaði hundurinn dauður

Hundurinn Buddy var sjö ára gamall þegar hann af aflífaður.
Hundurinn Buddy var sjö ára gamall þegar hann af aflífaður. Skjáskot

Hund­ur­inn Buddy, sem var fyrsti hund­ur­inn sem greind­ist smitaður af kór­ónu­veirunni í Banda­ríkj­un­um, er dauður eft­ir að hafa glímt við mörg þau sömu ein­kenni COVID-19 og mann­fólk finn­ur fyr­ir.

Buddy var þýsk­ur fjár­hund­ur og náði sjö ára aldri áður en sjúk­dóm­ur­inn varð til þess að hann var af­lífaður. Hann smitaðist í apríl, á sama tíma og eig­andi hans, Robert Maho­ney, var að ná sér af sjúk­dómn­um.

Ældi og pissaði blóði

Upp­haf­lega var Buddy með kvef og glímdi við önd­un­ar­erfiðleika en eft­ir því sem tím­inn leið hrakaði heilsu hans mikið. Robert og eig­in­kona hans All­i­son ákváðu á end­an­um að láta af­lífa Buddy eft­ir að hann hætti að geta labbað, byrjaði að æla blóðkekkj­um og pissa blóði.

Robert og All­i­son voru lengi hand­viss um að Buddy væri smitaður af kór­ónu­veirunni en áttu erfitt með að fá það staðfest. Þegar hann var á end­an­um greind­ur kom einnig í ljós að 10 mánaða gam­all hvolp­ur fjöl­skyld­unn­ar hafði myndað mót­efni við veirunni.

Var með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm

Dýra­lækn­ar komust einnig að því að Buddy var að öll­um lík­ind­um með eitlakrabba­mein sem vek­ur spurn­ing­ar um hvort COVID-19 legg­ist þyngra á dýr sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma, líkt og á við um menn.

Eig­end­ur Buddys segja að yf­ir­völd hafi lít­inn áhuga haft á því að vita meira um ástand hans og hvernig sjúk­dóm­ur­inn leggst á dýr. Á end­an­um var sú ákvörðun tek­in af yf­ir­völd­um að kryfja Buddy en þá höfðu eig­end­urn­ir þegar látið brenna hann.

„Hann var góður strák­ur“

Robert og All­i­son vilja að saga Buddys sé sögð: „Hann var góður strák­ur. Ég vildi að hann væri ennþá með okk­ur,“ sagði All­i­son.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur sagt að litl­ar lík­ur séu á því að gælu­dýr smiti eig­end­ur en Shell­ey Rank­in, dýra­lækn­ir í Há­skól­an­um í Penn­sylvan­íu, seg­ir að þörf sé á frek­ari rann­sókn­um.

Tólf hund­ar og tíu kett­ir hafa greinst smitaðir af kór­ónu­veirunni í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert