Mikilvægt að forðast hernað á norðurslóðum

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland vill vernda norður­slóðir fyr­ir auk­inni spennu milli Banda­ríkj­anna og Kína. Þetta seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við AFP-frétta­veit­una.

Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, heim­sótti Dan­mörku í síðustu viku þar sem hann gagn­rýndi Kín­verja vegna ásókn­ar þeirra í norður­slóðir.

„Við höf­um séð aukna spennu milli Banda­ríkj­anna og Kína,“ seg­ir Katrín og bæt­ir við að bæði lönd sýni norður­slóðum mik­inn og auk­inn áhuga.

Pom­peo ít­rekaði vest­ræna sam­vinnu á norður­slóðum í heim­sókn sinni til Dan­merk­ur; ell­efu mánuðum eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lýsti yfir áhuga á því að kaupa Græn­land.

Katrín seg­ist ein­blína á að hafa spenn­una sem minnsta á norður­slóðum. 

„Við ætt­um að ein­blína á að forðast hernað á norður­slóðum, það er mik­il­vægt fyr­ir íbúa svæðis­ins og um­hverfið,“ seg­ir Katrín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka