Hundrað dagar án innanlandssmit á Nýja-Sjálandi

AFP

Hundrað dagar eru síðan innanlandssmit kórónuveirunnar greindist á Nýja-Sjálandi. 

Síðast greindist innanlandssmit í landinu 1. maí, en skömmu áður höfðu yfirvöld rýmkað sóttvarnatakmarkanir. 23 virk smit voru þá í landinu og allir í einangrun. 

Alls smituðust 1.219 af kórónuveirunni á Nýja-Sjálandi í vetur og vor og 22 létust af völdum veirunnar. 

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi sýndu skjót viðbrögð í upphafi faraldursins og var snemma sett á útgöngubann, takmarkanir við landamæri settar á umfangsmikilli skimun fyrir veirunni komið af stað. 

Yfirvöld hafa þó varað við því að önnur bylgja veirunnar er ekki útilokuð og íbúar þurfi enn að vera á varðbergi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert