Trump greinir frá sögulegu samkomulagi

Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa sammælst um að bæta tengsl þjóðanna og stuðla að friði. Frá þessu greindi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. 

Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammed bin Zayed, krónprinssins í Abu Dhabi, segir að þeir voni að „þessi sögulegu tímamót verði skref í friðarátt í Miðausturlöndum“.  

Trump ásamt ráðgjöfum sínum í Hvíta húsinu þar sem hann …
Trump ásamt ráðgjöfum sínum í Hvíta húsinu þar sem hann greindi frá samkomulaginu. AFP

 Þetta kemur fram á vef BBC. 

Leiðtogarnir segja að Ísrael muni láta af fyrirætlunum sínum að innlima enn stærra svæði af Vesturbakkanum sem Ísraelar hernumu fyrir hálfri öld. 

Þar til nú hefur Ísrael ekki átt í stjórnmálalegum samskiptum við arabaríki við Persaflóa. Fram kemur á vef BBC, að áhyggjur manna af áhrifum Írana á svæðinu hafi aftur á mótti leitt til óformlegra samskipta á milli ríkjanna. 

Eftir að Trump greindi frá þessu birti Netanyahu færslu á Twitter þar sem hann segir að þetta sé sögulegur dagur. 

Benjamin Netanyahu og Mohammed bin Zayed.
Benjamin Netanyahu og Mohammed bin Zayed. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert