Heitasti dagurinn á jörðinni

Rafmagn fór af vegna hitabylgjunnar.
Rafmagn fór af vegna hitabylgjunnar. AFP

Aldrei áður hefur mælst jafn mikill hiti á jörðinni og í Death Valley-þjóðgarðinum í Kaliforníu í gær. Hitastigið mældist 54,4 gráður á Celsíuskvarða og er talið að um hæsta hitastig á jörðinni sé að ræða síðan mælingar hófust en bandaríska veðurstofan vinnur að því að sannreyna það.

Death Valley.
Death Valley. Chuck Abbe/Wikipedia

Sennilega eiga íbúar á Vesturströnd Bandaríkjanna eftir að svitna hressilega í vikunni því hitabylgju er spáð þar og jafnvel búist við að fyrri hitamet falli. Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagn slegið út í Kaliforníu og var rafmagnslaust víða alla helgina eftir bilun í orkuveri í ríkinu. 

AFP

Hitamælingin er frá Furnace Creek í Death Valley en fyrra hitamet var einnig slegið þar árið 2013. Þá mældist hitastigið 54 gráður. Að vísu eru til heimildir fyrir því að fyrir öld síðan hafi mælst 56,6 stiga hiti á þessum slóðum. Aftur á móti er ekki talið að um rétta mælingu sé að ræða að því er segir í frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert