Tapaði og kveðst hætt

Cecilia Brækhus ræðir málin við TV2 eftir bardaga við Jill …
Cecilia Brækhus ræðir málin við TV2 eftir bardaga við Jill Emery árið 2011 en myndir af bardaga helgarinnar í Oklahoma má sjá í mörgum þeirra frétta sem hlekkjað er í neðst í þessari frétt. Ljósmynd/Wikipedia.org/Akira Kouchiyama

Þrett­án ára órof­inni sig­ur­göngu boxval­kyrj­unn­ar og Björg­vinjar­bú­ans Ceciliu Bræk­hus lauk með hvelli í Tulsa í Okla­homa í Banda­ríkj­un­um aðfaranótt sunnu­dags þegar hún mætti ofjarli sín­um, Jessicu "Ca­sK­ILLA" McCa­sk­ill frá Mis­souri sem lagði norsku hne­fa­leika­kemp­una að velli á úr­sk­urði þriggja dóm­ara, 95-95 frá ein­um, en 97-93 og 97-94 McCa­sk­ill í vil frá hinum tveim­ur.

„Hví­lík­ur skell­ur! Hvað var eig­in­lega að ger­ast núna? Þetta var reynd­ar ekki al­veg óverðskuldað,“ sagði Thom­as Hans­voll sem lýsti beinni út­send­ingu bar­dag­ans á Viaplay-stöðinni og átti varla orð yfir úr­slit­un­um sem kannski er skilj­an­legt.

McCa­sk­ill sló 499 högg í bar­dag­an­um á móti tölu­vert færri frá norska mót­herj­an­um, eða 269, sem átti þó mun betri högg­nýt­ingu en Banda­ríkjamaður­inn og hæfðu 85 högg Bræk­hus and­stæðing­inn á móti 84 högg­um "Ca­sK­ILLA".

Hefði varið titil­inn í 26. sinn

All­ar göt­ur síðan Cecilia Bræk­hus fór með sig­ur af hólmi í sín­um fyrsta bar­daga sem at­vinnu­mann­eskja í hne­fa­leik­um 20. janú­ar 2007 hef­ur hún ekki tapað bar­daga fyrr en nú um helg­ina og tap­ar nú fimm heims­meist­ara­belt­um á einu bretti, WBC (frá 2009), WBA (frá 2009), WBO (frá 2010), IBF (frá 2014) og IBO (frá 2016).

Mörg­um norsk­um hne­fa­leika­álits­gjaf­an­um og -áhuga­mann­in­um þykir þó önn­ur staðreynd jafn­vel enn sár­ari en tapið sem slíkt. Hefði Cecilia Bræk­hus, sjálf „for­setafrú­in“ eins og hún hef­ur gjarn­an verið kölluð og kall­ar sig á Twitter, eða @1La­dyCecilia, lagt Jessicu McCa­sk­ill að velli hefði hún orðið fyrsta hne­fa­leika­mann­eskja sög­unn­ar, óháð kyni, til að verja heims­meist­ara­titil 26 sinn­um. Draum­sýn sem hrundi sem hendi væri veifað í Tulsa í Okla­homa af öll­um stöðum.

Gaf „for­setafrú­in“ ótví­rætt til kynna í viðtöl­um, þar á meðal við streym­isveit­una Dazn, sem sýndi bar­dag­ann, að með þessu væri ferli henn­ar lokið og hún hætt, nokkuð sem hún hef­ur reynd­ar sagt að minnsta kosti einu sinni áður, margt fyr­ir löngu.

„Þeir plumma sig án mín“

„Hafi þetta verið minn síðasti bar­dagi gæti ég yf­ir­gefið kvenna­hne­fa­leik­ana og sagt sem svo: „Ég var hluti af þessu. Ég átti hlut að máli við að lyfta hne­fa­leik­um kvenna upp á þetta stig.“,“ sagði hún og bætti við: „Ég er búin að gera svo mikið. Ég sakna vina minna og fjöl­skyldu. Kvenna­hne­fa­leik­arn­ir hafa þró­ast gríðarlega. Þeir plumma sig án mín,“ sagði hún og óskaði mót­herja sín­um far­sæld­ar.

„Ég óska henni til ham­ingju. Ég hef notað heilt líf í að safna belt­un­um, gættu vel að þeim. Það veit ég að hún ger­ir,“ sagði norska hne­fa­leika­drottn­ing­in við Dazn og beindi orðum sín­um að Jessicu "Ca­sK­ILLA" McCa­sk­ill sem hef­ur mátt berj­ast víðar en í hringn­um um æv­ina en hún ólst upp við mikla ör­birgð hjá frænku sinni í St. Lou­is sem missti að lok­um hús­næði sitt og bjó McCa­sk­ill þá barn­ung um tíma í bak­her­bergi í kirkju í borg­inni ásamt bróður sín­um.

VG

Netta­visen

ABC Nyheter

TV2

Af­ten­posten

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert