„Donald Trump er rangur forseti fyrir land okkar“

00:00
00:00

„Don­ald Trump er rang­ur for­seti fyr­ir land okk­ar,“ seg­ir Michelle Obama, fyrr­ver­andi for­setafrú Banda­ríkj­anna. Hún hvet­ur kjós­end­ur til þess að hafna stefnu hans um sundr­ungu.

Lands­fund­ur Demó­krata­flokks­ins hófst í gær og gengu flest­ar ræður út á að sýna sam­stöðu meðal flokks­manna um til­nefn­ingu Joe Biden sem for­setafram­bjóðandi flokks­ins.

Michelle Obama flutti ávarp sitt á net­inu enda fer lands­fund­ur­inn fram þar vegna kór­ónu­veirunn­ar. Hún seg­ir að í hvert skipti sem horft sé til Hvíta húss­ins hvað varðar leiðtoga og stöðug­leika mæti fólki óreiða, sundr­ung og al­gjör skort­ur á sam­kennd. 

Aldrei áður hef­ur fyrr­ver­andi for­setafrú Banda­ríkj­anna gagn­rýnt sitj­andi for­seta með þess­um hætti. Að lýsa hon­um sem hæfi­leika­laus­um til að sinna starf­inu. 

Á sama tíma og demó­krat­ar funduðu ra­f­rænt gaf Trump lítið fyr­ir áhætt­una sem fylg­ir sam­komu­haldi á tím­um kór­ónu­veirunn­ar og hélt kosn­inga­kvöld í Wiscons­in, rík­inu þar sem demó­krat­ar ætluðu að halda lands­fund sinn. 

Lands­fund­ur demó­krata stend­ur í fjóra daga og stýr­ir leik­kon­an Eva Long­oria ráðstefn­unni. Hún sagði í opn­un­ar­ávarpi sínu að á fjög­urra ára fresti fái þjóðin tæki­færi til þess að staðfesta lýðræðið. Í ár snú­ist það um bjarga lýðræðinu. Tug­ir ræðumanna tóku í sama streng þar á meðal flokks­bundn­ir re­públi­kan­ar sem ekki styðja fram­bjóðanda síns flokks, Don­ald Trump.

Ein þeira sem flutti ávarp er Krist­ine Urquiza en hún lýsti því fyr­ir hlust­end­um hvernig faðir henn­ar lést af völd­um kór­ónu­veirunn­ar þar sem hann trúði því að far­ald­ur­inn væri ekki al­var­leg­ur. Hann hafi treyst Don­ald Trump og greiddi fyr­ir það með lífi sínu. 

Michelle Obama sagði í ávarpi sínu að Biden hafi staðið sig frá­bær­lega í embætti vara­for­seta og hún hafi kynnst hon­um vel þau átta ár sem hann starfaði við hlið eig­in­manns henn­ar, Barack Obama. „Hann veit hvað þarf til að bjarga efna­hagn­um, að brjóta far­ald­ur­inn á bak aft­ur og leiða land okk­ar.“ Biden mun segja sann­leik­ann og treysta vís­ind­un­um bætti hún við og vísaði þar til Trump sem ít­rekað hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að hlusta ekki á ráð vís­inda­manna hvað varðar viðbrögð við COVID-19.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert