Sjúkraflugvél með lækningartækjum og sérfræðingum verður send frá Þýskalandi til Rússlands klukkan tíu í kvöld til að sækja rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní.
Hann berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Síberíu. Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir honum.
Jaka Bizilj, yfirmaður mannúðarsamtakanna Cinema For Peace, greindi frá þessu.
„Við erum í sambandi við yfirvöld og vonumst til að öll leyfi fyrir flutningnum verði veitt í kvöld ásamt læknaskýrslu sjúklingsins sem er í dái,“ sagði hún.