Fleiri fá rauða spjaldið

Af vef Lýðheilsustofnunar Noregs.
Af vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Skjáskot af síðu FHI

Sótt­varna­lækn­ir Nor­egs ætl­ar að mæla gegn ferðalög­um til fleiri landa í vik­unni. Þar á meðal Írlands, Bret­lands og hluta Dan­merk­ur. Aust­ur­ríki og Grikk­land fara einnig á lista yfir rauð svæði sem og Kaup­manna­höfn og ná­grenni.

Lýðheilsu­stofn­un í Nor­egi upp­fær­ir reglu­lega lista yfir þau lönd Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins og Schengen sem óhætt er að ferðast til en Nor­eg­ur miðar við 20 ný smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­urn­ar.

Ráðlegg­ing­ar sótt­varna­lækn­is fara síðan til ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sem bygg­ir á þeim þegar nýj­ar leiðbein­ing­ar um ferðalög eru gefn­ar út, yf­ir­leitt í viku­lok.

Sam­kvæmt Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu eru ný smit í Bretlandi nú 20,7, 22,3 á Írlandi, 22,5 í Grikklandi og 23,3 í Aust­ur­ríki. Í Kaup­manna­höfn eru þau 24.

Aft­ur á móti er talið lík­legt að sænska héraðið Norr­botten fari af rauða list­an­um og yfir á gult þar sem ný smit þar eru nú 19,2. Þeir sem koma til Nor­egs af rauðum svæðum þurfa að fara í sótt­kví, þar sem þeir mega ekki mæta í skóla eða vinnu, ekki fá heim­sókn­ir, ekki nota al­menn­ings­sam­göng­ur og aðeins fara í versl­an­ir og apó­tek beri nauðsyn til. Ef ekki er hægt að tryggja fjar­lægðarregl­una á þess­um stöðum er þeim óheim­ilt að fara þangað. Það er í lagi að fara út í göngu­túr svo lengi sem tryggt er að eins metra fjar­lægðarregl­an sé virt.

Ef grun­ur leik­ur á kór­ónu­veiru­smiti er nauðsyn­legt að fara í ein­angr­un og sýna­töku.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert