Greindist aftur með kórónuveiruna

Karlmaðurinn er búsettur í Hong Kong.
Karlmaðurinn er búsettur í Hong Kong. AFP

Karl­maður á fer­tugs­aldri, bú­sett­ur í Hong Kong, hef­ur greinst aft­ur með kór­ónu­veiruna fjór­um og hálf­um mánuði eft­ir að hann greind­ist fyrst með veiruna.

Sam­kvæmt frétt New York Times, þar sem vitnað er í til­kynn­ingu frá há­skól­an­um í Hong Kong, er um að ræða fyrsta staðfesta til­fellið þar sem ein­stak­ling­ur smit­ast aft­ur af veirunni.

Þess­ar fregn­ir eru sagðar benda til þess að ónæmi gagn­vart veirunni dugi skem­ur hjá sum­um en áður var talið. Það gæti flækt þróun bólu­efn­is.

33 ára maður­inn fékk væg ein­kenni í vor og er ein­kenna­laus núna.

Hann greind­ist með veiruna fyr­ir nokkr­um dög­um eft­ir að hann kom til Hong Kong eft­ir ferðalag til Spán­ar. 

Vís­inda­menn við há­skól­ann í Hong Kong telja full­víst að maður­inn hafi smit­ast af spænsku af­brigði veirunn­ar, frek­ar en að um sé að ræða leif­ar gömlu sýk­ing­ar­inn­ar frá því í vor. 

Dæmi eru um fólk sem talið er hafa smit­ast aft­ur en hingað til hafa það verið gaml­ar sýk­ing­ar. Nú þykir hins veg­ar ljóst að um­rædd­ur maður hafi smit­ast aft­ur af kór­ónu­veirunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert