Í dag tilkynnti heilbrigðisráðuneyti Kýpur að tíu lönd yrðu lækkuð og eitt hækkað á lista yfir smithættu hvað varðar COVID-19. Ísland er á meðal þeirra fimm landa sem lækkuð voru úr A-flokki í B-flokk og deilir nú flokki með Svíþjóð, sem hækkað var úr C-flokki í B-flokk.
Lönd í B-flokki eru skilgreind sem lönd með nokkuð lága smitáhættu en þó meiri óvissu en lönd í flokki A.
Allir sem ferðast til Kýpur og koma frá löndum í B-flokki þurfa að sýna fram á neikvæða svörun úr COVID-19-prófi sem framkvæmt var 72 klukkustundum áður en lagt er af stað til Kýpur.
Innlendir miðlar greina frá þessu. Hin löndin sem færð voru niður í flokk B eru Austurríki, Sviss, Danmörk og Írland. Þá voru Króatía, Frakkland, Holland, Andorra og Túnis færð úr B-flokki í C-flokk. Þessi skipting tekur gildi 28. ágúst næstkomandi.