Smitfjöldi nær hæstu hæðum í Frakklandi

Franskir ráðherrar með grímur fyrir vitum.
Franskir ráðherrar með grímur fyrir vitum. AFP

Alls voru 7.379 kór­ónu­veiru­smit staðfest í Frakklandi síðasta sól­ar­hring­inn en það er mesti fjöldi smita síðan út­göngu­banni þar í landi lauk í maí og næstmesti fjöldi smita í landinu frá upphafi faraldursins.

Smitum fjölgar ört í Frakklandi þessa dagana en í gær voru 6.111 tilfelli staðfest þar í landi.

Franska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því að alls hefðu 267.077 greinst með kórónuveiruna.

Dauðsföllum af völdum hennar fjölgaði um 20 síðasta sólarhringinn og eru þau alls nú 30.596.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert