Alls voru 7.379 kórónuveirusmit staðfest í Frakklandi síðasta sólarhringinn en það er mesti fjöldi smita síðan útgöngubanni þar í landi lauk í maí og næstmesti fjöldi smita í landinu frá upphafi faraldursins.
Smitum fjölgar ört í Frakklandi þessa dagana en í gær voru 6.111 tilfelli staðfest þar í landi.
Franska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því að alls hefðu 267.077 greinst með kórónuveiruna.
Dauðsföllum af völdum hennar fjölgaði um 20 síðasta sólarhringinn og eru þau alls nú 30.596.