Viðurkenndi að hún væri ekki svört

Krug er dósent við George Washington háskólann í Washington.
Krug er dósent við George Washington háskólann í Washington. AFP

Dósent við George Washington-háskóla í Washington hefur viðurkennt að hún sé ekki í raun og veru svört, eins og hún hefur sjálf lengi haldið fram, heldur sé hún af ættum gyðinga frá Kansas.

Þetta viðurkenndi Jessica Krug í bloggfærslu á Medium, þar sem hún segist hafa „byggt upp líf sitt á ofbeldisfullri and-svartri lygi“.

BBC greinir frá.

Krug, sem er sérfræðingur í afrískum fræðum, segir í færslunni að hún hafi ranglega tekið upp auðkenni sem hún ætti ekki rétt á. Hún segist meðal annars hafa þóst vera svört manneskja frá Norður-Afríku, svört manneskja með rætur í Bandaríkjunum, og svört manneskja með rætur að rekja til Karíbahafs.

Þá kennir hún geðrænum vandamálum og áföllum sem hún varð fyrir í æsku um lygarnar, þótt þau afsaki ekki gjörðir hennar.

Svipar til máls Dolezal

Máli Krug er talið svipa mikið til máls Rachel Dolezal, baráttukonu sem vakti athygli fjölmiðla árið 2015 þegar í ljós kom að hún var ekki svört, eins og hún hélt sjálf fram, heldur hvít.

Dolezal sagðist „skilgreina sjálfa sig sem svarta“, og taldi hún raunverulegan uppruna sinn ekki skipta máli í því máli.

Bloggfærsla Krug vakti hörð viðbrögð, ekki síst meðal kollega hennar og nemenda.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert