Faraldrinum er að ljúka

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það eru næstum engir sjúklingar með covid-19 á spítölunum enda dregur úr faraldrinum með hverjum deginum sem líður,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, stærsta sjúkrahúss Svíþjóðar, þegar hann er spurður um stöðu faraldursins þar í landi.

Hann minnir á að þegar verst lét hafi 1.100 sjúklingar með kórónuveiruna legið á spítölunum í Stokkhólmi, þar af 170 á gjörgæsludeildum. Nú séu samtals 30 covid-sjúklingar á sjúkrahúsunum og þar af þrír á gjörgæslu. Þeir sem séu á gjörgæsludeildum hafi legið þar lengi.

Nóg úrval er af grímum í verslunum í Svíþjóð.
Nóg úrval er af grímum í verslunum í Svíþjóð. AFP

16% með mótefni í Stokkhólmi

Kórónuveirufaraldurinn reis hratt í Svíþjóð en virðist nú vera að líða undir lok og ekki bólar á annarri bylgjunni þar, eins og nú herjar í mörgum löndum Evrópu, þar á meðal á Íslandi. Björn hefur rætt við starfsfélaga sína í stórborgum Evrópu, til dæmis í París og Berlín, og segir að ástandið þar sé alvarlegt.

Segir hann að mikill fjöldi kórónuveiruprófa sé nú tekinn, miðað við upphaf faraldursins þegar ekki var sama geta til rannsókna. Verið er að gera um 16 þúsund kórónuveirupróf og 80 þúsund mótefnapróf á viku.

Segir Björn að búið sé að mótefnamæla um hálfa milljón íbúa á Stokkhólmssvæðinu og hafi komið í ljós að meira en 16% þeirra séu með mótefni fyrir kórónuveirunni. „Það er örugglega ein af ástæðunum fyrir því að veiran er hægt og sígandi að hverfa,“ segir Björn. Margir haldi að ekki komi önnur bylgja í Svíþjóð, aðeins minni háttar aukning.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert