Hafna tillögum Evrópusambandsins

Fyrir fundinn í dag, frá vinstri, Mateusz Morawiecki, forseti Póllands, …
Fyrir fundinn í dag, frá vinstri, Mateusz Morawiecki, forseti Póllands, Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands. AFP

Hóp­ur Aust­ur-Evr­ópu­ríkja hafnaði í dag nýrri til­lögu fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um hvernig eigi að taka á móti hæl­is­leit­end­um. Ríkja­hóp­ur­inn met­ur það svo að til­lag­an taki ekki nógu hart á mál­efn­inu.

Leiðtog­ar Ung­verja­lands, Pól­lands og Tékk­lands, sem all­ir hafa sýnt harða af­stöðu gegn inn­flytj­end­um, hafa rætt í dag við æðstu emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins eft­ir að nýju til­lög­urn­ar voru kynnt­ar í gær.

Þær fela í sér strang­ara landa­mæra­eft­ir­lit og ein­fald­ara verklag við að flytja hæl­is­leit­end­ur, sem ekki fá hæli, aft­ur úr sam­band­inu.

„Stöðvið inn­flytj­end­urna“

Vikt­or Or­ban, for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, seg­ir til­lög­urn­ar ekki ganga nógu langt og ít­rek­ar þá kröfu sína að at­huga verði flótta­menn í búðum utan Evr­ópu, áður en þeir komi til álf­unn­ar.

Or­ban ræddi við blaðamenn eft­ir viðræður leiðtog­anna í Brus­sel í dag. Hann seg­ir að sér líki tónn­inn í til­lög­un­um, en grund­vall­ar­nálg­un­in sé óbreytt.

„Þau vilja stýra aðflutn­ingn­um en ekki stöðva inn­flytj­end­urna,“ sagði hann. „Ung­verska afstaðan er þessi: „Stöðvið inn­flytj­end­urna“. Þetta eru tveir mis­mun­andi hlut­ir.“

„Al­gjör vit­leysa“

Til­lög­ur sam­bands­ins, sem kynnt­ar voru tveim­ur vik­um eft­ir að elds­voði gjör­eyðilagði flótta­manna­búðir á grísku eyj­unni Les­bos, eiga að koma í stað Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar­inn­ar.

Gangi til­lög­urn­ar eft­ir munu ríki sam­bands­ins, sem ekki vilja taka á móti fleiri inn­flytj­end­um, geta sjálf flutt hæl­is­leit­end­urna aft­ur til síns upp­runa­lands.

Andrej Babis, for­sæt­is­ráðherra Tékk­lands, sagði eft­ir fund­inn í dag að sú hug­mynd væri „að und­ir­stöðu al­gjör vit­leysa“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert