Fordæmir teikningar Charlie Hebdo af spámanninum

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans.
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans. AFP

For­sæt­is­ráðherra Pak­ist­an for­dæm­ir skopteikn­ing­ar sem birt­ust í franska tíma­rit­inu Charlie Hebdo á dög­un­um en hún sýndi mynd af Múhameð spá­manni, mynd­gerv­ing hvers er bönnuð í íslamstrú. Sagði for­sæt­is­ráðherra Pak­ist­an, Imr­an Khan, að hann óskaði eft­ir aðgerðum að hálfu Sam­einuðu þjóðanna til þess að berj­ast geng upp­gangi múslima­hat­urs.

Fjór­ir eru særðir og þar af tveir al­var­lega eft­ir að hnífa­stungu­árás var gerð skammt frá fyrr­um húsa­kynn­um Charlie Hebdo í dag.

Khan sagði í ræðu sinni á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna, sem nú stend­ur yfir, að upp­gang­ur þjóðern­is­hyggju í heim­in­um und­an­far­in ár hafi gefið múslima­h­atri byr und­ir báða vængi.

„At­vik eins og helgispjöll Charlie Hebdo með mynd­birt­ingu sinni af Múhameð spá­manni eru dæmi um þetta,“ sagði Khan í ræðu sinni. „Þetta alls­herj­arþing ætti að koma á fót alþjóðadegi bar­átt­unn­ar gegn múslima­h­atri og taka hönd­um sam­an til þess að vinna bug á þess­ari ósæmd,“ bætti hann við.

Tólf manns lét­ust þegar öfga­sinnaðir múslim­ar réðust inn á ri­stjórn­ar­skrif­stofu Charlie Hebdo í Par­ís í janú­ar 2015 og hófu þar skot­hríð. Skopteikn­ing­ar höfðu þá birst skömmu áður í Charlie Hebdo sem sýndu Múhameð spá­mann. Mynd­irn­ar voru birt­ar á nýj­an leik fyr­ir stuttu í til­efni af því að rétt­ar­höld hóf­ust yfir 14 meint­um vitorðsmönn­um árás­ar­mann­ana.

Franskur maður les fyrsta tölublað Charlie Hebdo sem britist eftir …
Fransk­ur maður les fyrsta tölu­blað Charlie Hebdo sem brit­ist eft­ir árás­ina árið 2015, þar sem 12 manns lét­ust. AFP

Í dag var svo gerð hnífa­stungu­árás skammt frá fyrr­um húsa­kynn­um Charlie Hebdo þar sem fjór­ir særðust og tveir al­var­lega. Einn var hand­tek­inn, grunaður um verknaðinn og er málið rann­sakað sem hryðju­verk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert