Kröfðust réttlætis í Louisville

Mótmælin héldu áfram í Louisville.
Mótmælin héldu áfram í Louisville. AFP

Yfir eitt þúsund manns hunsuðu regl­ur um sótt­kví í banda­rísku borg­inni Louis­ville ann­an dag­inn í röð og  mót­mæltu því að lög­reglu­menn hefðu ekki verið ákærðir fyr­ir að skjóta Breonnu Tayl­or til bana. Áður höfðu tveir lög­reglu­menn verið skotn­ir til bana í mót­mæl­um í borg­inni.

Tayl­or, 26 ára svört kona, var skot­in til bana í íbúð sinni af lög­regl­unni fyrr á ár­inu.

Ben Crump ásamt Tamiku Palmer, móður Breonnu Taylor.
Ben Crump ásamt Tamiku Pal­mer, móður Breonnu Tayl­or. AFP

„Þangað til svart fólk öðlast mann­rétt­ind­in sem okk­ur var lofað – lífi, frelsi og ham­ingju – og að djöf­ul­gangi ras­ism­ans ljúki, þá unum við okk­ur ekki hvíld­ar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjöl­skyldu Tayl­or í blaðinu The Washingt­on Post.

„Það er ekki inni í mynd­inni að við get­um verið friðsöm leng­ur,“ sagði Michael Py­les, 29 ára, sem kvaðst hafa mót­mælt síðastliðna 120 daga. Bar hann á sér 9mm skamm­byssu.

Frá mótmælunum í Louisville.
Frá mót­mæl­un­um í Louis­ville. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert