Yfir eitt þúsund manns hunsuðu reglur um sóttkví í bandarísku borginni Louisville annan daginn í röð og mótmæltu því að lögreglumenn hefðu ekki verið ákærðir fyrir að skjóta Breonnu Taylor til bana. Áður höfðu tveir lögreglumenn verið skotnir til bana í mótmælum í borginni.
Taylor, 26 ára svört kona, var skotin til bana í íbúð sinni af lögreglunni fyrr á árinu.
„Þangað til svart fólk öðlast mannréttindin sem okkur var lofað – lífi, frelsi og hamingju – og að djöfulgangi rasismans ljúki, þá unum við okkur ekki hvíldar,“ sagði Ben Crump, lögmaður fjölskyldu Taylor í blaðinu The Washington Post.
„Það er ekki inni í myndinni að við getum verið friðsöm lengur,“ sagði Michael Pyles, 29 ára, sem kvaðst hafa mótmælt síðastliðna 120 daga. Bar hann á sér 9mm skammbyssu.