Trump segist hafa borgað fullt í skatt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitaði því í gær að hann hefði aðeins greitt 750 bandaríkjadali í tekjuskatt árin 2016 og 2017 líkt og kemur fram í umfjöllun New York Times um skattamál forsetans. Trump hélt blaðamannafund í kjölfar birtingar fréttar NYT og sagði að þetta væru falsfréttir og hann hefði borgað alveg fullt í skatta.

Trump sagðist ekki geta birt sjálfur skattskýrslur sínar þar sem þær væru til endurskoðunar hjá skattayfirvöldum. Hann segist hafa greitt mikið í skatta bæði til alríkisins og New York-ríkis af tekjum sínum. 

Helstu skýringarnar á því hvers vegna Trump hafi greitt svo litla skatta undanfarin ár eru þær að samkvæmt upplýsingum sem endurskoðandi hans lagði fram hafi hann tapað svo miklu meira en hann þénaði. 

Trump er fyrsti forseti Bandaríkjanna í nútímanum sem hefur neitað að birta upplýsingar um skatta sína opinberlega. 

Frétt New York Times

Donald Trump forseti Bandaríkjanna á fundi með blaðamönnum í gærkvöldi.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna á fundi með blaðamönnum í gærkvöldi. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert