Trump segist hafa borgað fullt í skatt

00:00
00:00

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, neitaði því í gær að hann hefði aðeins greitt 750 banda­ríkja­dali í tekju­skatt árin 2016 og 2017 líkt og kem­ur fram í um­fjöll­un New York Times um skatta­mál for­set­ans. Trump hélt blaðamanna­fund í kjöl­far birt­ing­ar frétt­ar NYT og sagði að þetta væru fals­frétt­ir og hann hefði borgað al­veg fullt í skatta.

Trump sagðist ekki geta birt sjálf­ur skatt­skýrsl­ur sín­ar þar sem þær væru til end­ur­skoðunar hjá skatta­yf­ir­völd­um. Hann seg­ist hafa greitt mikið í skatta bæði til al­rík­is­ins og New York-rík­is af tekj­um sín­um. 

Helstu skýr­ing­arn­ar á því hvers vegna Trump hafi greitt svo litla skatta und­an­far­in ár eru þær að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem end­ur­skoðandi hans lagði fram hafi hann tapað svo miklu meira en hann þénaði. 

Trump er fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna í nú­tím­an­um sem hef­ur neitað að birta upp­lýs­ing­ar um skatta sína op­in­ber­lega. 

Frétt New York Times

Donald Trump forseti Bandaríkjanna á fundi með blaðamönnum í gærkvöldi.
Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna á fundi með blaðamönn­um í gær­kvöldi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert