Ekkert bendir til fækkunar dauðsfalla

AFP

Yfir ein millj­ón er lát­in af völd­um kór­ónu­veirunn­ar sam­kvæmt taln­ingu John Hopk­ins há­skól­ans. Ekk­ert bend­ir til þess að dauðsföll­um fari fækk­andi og í fjöl­mörg­um lönd­um eru far­sótt­in kom­in á fulla ferð á nýj­an leik eft­ir nokkra vikna hlé.

AFP

Í morg­un, níu mánuðum eft­ir að fyrsta COVID-19 smitið kom upp í kín­versku borg­inni Wu­h­an, var greint frá því að staðfest dauðsföll af völd­um COVID-19 væru orðin yfir ein millj­ón tals­ins. Til­kynnt var um fyrsta staðfesta dauðsfallið af völd­um veirunn­ar í Wu­h­an 12 dög­um eft­ir að frétt­ir bár­ust af áður óþekktri veiru­sýk­ingu í lung­um.

Staðfest dauðsföll nú eru 1.000.555 tals­ins en að sögn yf­ir­manns hjá Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO) eru þau að öll­um lík­ind­um mun fleiri.

AFP

Guar­di­an hef­ur eft­ir Mike Ryan, yf­ir­manni neyðaraðgerða hjá WHO, að aldrei sé hægt að halda ná­kvæma tölu yfir dauðsföll í heims­far­aldri. En ég get full­vissað ykk­ur um að tal­an er van­tal­in ef eitt­hvað er hvað varðar dauðsföll af völd­um COVID.

Yfir 20% þeirra sem hafa lát­ist voru í Banda­ríkj­un­um en í Bras­il­íu eru yfir 142 þúsund látn­ir og 95 þúsund á Indlandi. Þar grein­ast flest ný smit þessa dag­ana. Talið er að miklu, miklu fleiri hafi lát­ist af völd­um COVID-19 í Sýr­landi og Íran en gefið er upp.

Sérstakur grafreitur fyrir þá sem hafa látist af völdum COVID-19 …
Sér­stak­ur gra­freit­ur fyr­ir þá sem hafa lát­ist af völd­um COVID-19 í Mexí­kó. AFP

Nancy Baxter, far­sóttar­fræðing­ur hjá  Mel­bour­ne’s School of Pop­ulati­on and Global Health, tek­ur und­ir með Ryan í sam­tali við BBC. Yfir eitt þúsund hafa lát­ist á hverj­um degi síðan 18. mars og á sama tíma og það tekst að ná tök­um á COVID-19 á ein­um stað þá bloss­ar það upp ann­ars staðar seg­ir Baxter. „Þannig að því miður erum við að sjá áfram svip­an fjölda af dauðsföll­um þangað til búið er að finna bólu­efni og dreifa því,“ seg­ir Baxter. 

Aðeins er vitað um COVID-19 smit eft­ir að veir­an greind­ist fyrst í Kína í des­em­ber en ít­alsk­ar rann­sókn­ir sýna að veir­an var þegar kom­in þangað í þeim sama mánuði og sama á við um Frakk­land.

Fæstu skráðu dauðsföll­in voru í maí þegar að meðaltali 4.449 lét­ust á dag en í ág­úst voru þau flest eða 5.652 á dag að meðaltali. Á sama tíma eru sí­fellt fleiri lang­tíma­áhrif COVID-19 að koma í ljós eft­ir því sem tím­an­um líður. Má þar nefna hjarta- og lungna­sjúk­dóma.

AFP

Veir­an get­ur valdið sýk­ing­um víða í lík­am­an­um, meðal ann­ars í önd­un­ar­fær­um. Flest­ir fá aðeins væga sýk­ingu í efri önd­un­ar­færi (allt ofan barka­kýl­is) og stund­um niður í berkj­ur og minni berkj­unga. Gögn hingað til benda til þess að bati eft­ir slík veik­indi geti tekið dágóðan tíma en sé al­mennt góður og eng­ar lang­tíma­af­leiðing­ar hljót­ist af.

„Hins veg­ar get­ur COVID-19 einnig valdið al­var­legri sýk­ing­um sem ná niður í lung­un, sér­stak­lega þann hluta lungna þar sem loft­skipti fara fram. Í al­var­leg­ustu til­fell­un­um verður til ástand sem kall­ast brátt andnauðar­heil­kenni (e. acu­te respiratory distress syndrome), þar sem mikið bólgu­svar og vefja­skemmd­ir fara sam­an. Við það minnk­ar geta lungna til að koma súr­efni yfir í blóðið og þaðan til annarra vefja. Ekki liggja fyr­ir skýr svör um ná­kvæm­ar lang­tíma­af­leiðing­ar af þess­um al­var­leg­um sýk­ing­um í tengsl­um við COVID-19 - það er hrein­lega of stutt­ur tími liðinn til þess. Hins veg­ar eru al­var­leg­ar lungna­bólg­ur og brátt andnauðar­heil­kenni ekki glæ­ný fyr­ir­bæri - margskon­ar sýk­ing­ar geta valdið álíka mynstri veik­inda, til að mynda fyrri kór­ónu­veiru­sýk­ing­arn­ar SARS (e. sev­ere acu­te respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) ásamt mörg­um gerðum in­flú­ensu (sér­stak­lega fuglaflensa),“ seg­ir í svari Jóns Magnús­ar Jó­hann­es­son­ar lækn­is á Vís­inda­vefn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert