Fyrstu kappræður Trumps og Bidens

Joe Biden og Donald Trump.
Joe Biden og Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Bide forsetaefni demókrata mætast í fyrsta sinn í kappræðum vegna forsetakosninganna sem fram eiga að fara í byrjun nóvember. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Mikið er und­ir í kapp­ræðunum, en fram­bjóðend­ur hafa þar tæki­færi til að bæta við fylgi sitt og ná til óákveðinna kjós­enda. Viðburður­inn fer fram í Case Western Reser­ve-há­skól­an­um í Cleve­land í Ohioríki. Spyr­ill verður Chris Wallace, þátt­ar­stjórn­andi á sjón­varps­stöðinni Fox News.

Gert er ráð fyrir að kappræðurnar standi í níutíu mínútur og að ekkert auglýsingahlé verði á þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert