Trump Bandaríkjaforseti hefur verið lagður inn á spítala vegna kórónuveirunnar. Ekki er sólarhringur liðinn frá því að hann greindi frá því að hann og kona hans Melania væru smituð. Trump er sagður vera með væg einkenni kórónuveirunnar.
Hann var lagður inn á Walter Reed-hersjúkrahúsið í kvöld. Talsmenn Hvíta hússins segja að Trump sé enn með væg einkenni en fréttir af innlögn forsetans eru sagðar vekja upp spurningar um heilsu hans, eins og fram kemur í frétt USA Today.
Trump var fluttur með þyrlu á Walter Reed-hersjúkrahúsið eins og sjá má á myndskeiði Sky News. Eins og sjá má er Trump þó nægilega hraustur til þess að labba óstuddur út í þyrluna. Hann ber þó grímu fyrir vitum sínum, eitthvað sem hann hefur ekki gert opinberlega áður.
BREAKING: US President Donald Trump has been seen boarding the Marine One helicopter to be taken to the Walter Reed Medical Centre on doctor's advice as a precautionary measure after testing positive for #coronavirus.
— SkyNews (@SkyNews) October 2, 2020
More on this breaking story: https://t.co/riOiy7jwOJ pic.twitter.com/uCJob3iul7
Trump hefur ekkert sagt frekar frá veikindum sínum á twittersíðu sinni, sem verður að teljast óvenjulegt þar sem hann er vanur að tísta oft og reglulega. Þegar þessi frétt er unnin er síðasta tíst hans tilkynning um að hann og kona hans Melania hafi smitast af veirunni.
Tonight, @FLOTUS and I tested positive for COVID-19. We will begin our quarantine and recovery process immediately. We will get through this TOGETHER!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020
Talsmenn forsetans segja að innlögn hans sé aðeins fyrirbyggjandi og vegna varúðarráðstafana. Forsetinn sé þreyttur en annars við ágæta heilsu.
Læknar forsetans tilkynntu það svo í kvöld að honum hefði verið gefin gerviefnablönduð sýklalyf til þess að vinna gegn einkennum veirunnar. Sú blanda sýklalyfja hefur þó ekki verið samþykkt af lyfjaeftirlitsstofnunum.
Trump Bandaríkjaforseti hefur nú tíst um líðan sína og þá stðareynd að hann hafi verið fluttur á sjúkrahús. Hann þakkar öllum þeim sem sent hafa honum og Melaniu konu hans batakveðjur.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2020