Lágt nýgengi í Tyrklandi og landið galopið

Margir tyrkir bera grímur til þess að verjast kórónuveirusmiti og …
Margir tyrkir bera grímur til þess að verjast kórónuveirusmiti og til þess að koma í veg fyrir að smita aðra. Landamæti Tyrklands eru galopin en það er mun lægra nýgengi smita en hér á landi og víða annars staðar. AFP

Vilhjálmur Egilsson, fyrrum þingmaður og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, er staddur í Tyrklandi og segir á facebooksíðu sinni að honum finnist hann vera tiltölulega öruggur frá ágangi kórónuveirunnar þar í landi.

Hann segir að nýgengi smita í Tyrklandi sé mun lægra en á Íslandi þrátt fyrir að landið sé opið ferðamönnum og veltir fyrir sér hvort rétt hafi verið að grípa til hertra aðgerða á landamærum Íslands. Mbl.is tók Vilhjálm tali og forvitnaðist um stöðu mála í Tyrklandi.

Mikil grímuvæðing

„Hér eru einhverjar fjöldatakmarkanir. Til að mynda skilst mér að brúðkaup séu bönnuð og annað slíkt. Hins vegar er hér mikil grímuvæðing. Allir ganga um með grímur og það gerum við líka,“ segir Vilhjálmur, en hann og kona hans Ragnhildur Pála eiga sumarhús í Tyrklandi.

„Á öllum veitingastöðum eru þjónar og gestir með grímur, en við tökum auðvitað grímuna niður á meðan við borðum.“

Vilhjálmur Egilsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi rektor Háskólans á …
Vilhjálmur Egilsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vilhjálmur segir að tyrknesk stjórnvöld hafi reynt að halda ferðaþjónustu landsin í blóma. Hann segist hafa lesið að um 7 til 8 milljónir ferðamanna hafi gert sér ferð til Tyrklands frá upphafi kórónuveirufaraldursins og þar til í ágúst. Árlega koma þó tugmilljónir ferðamanna til Tyrklands.

„Hér er landið bara opið og mikið reynt að höfða til ferðamanna og fá þá til þess að koma hingað. Hér eru því nokkuð margir ferðamenn og mér er sagt að það séu mjög fá smit meðal ferðamanna. Hér sjást bílar með frönskum og þýskum númeraplötum þannig að fólk er greinilega að koma víða að,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur veltir því fyrir sér hvort það hafi verið röng …
Vilhjálmur veltir því fyrir sér hvort það hafi verið röng ákvörðun að ráðast í jafnharðar aðgerðir á landamærum Íslands og var gert í ágúst. Skjáskot/Facebook



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert