Hress og hlakkar til nýrra kappræðna

Trump og Biden á samsettri mynd.
Trump og Biden á samsettri mynd. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að fyrirhugaðar kappræður við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, fari fram þrátt fyrir að hafa smitast af kórónuveirunni á dögunum.

„Ég hlakka til kappræðnanna fimmtudagskvöldið 15. október í Miami. Þær verða frábærar,“ tísti Trump.

Bætti hann því við að sér liði frábærlega. 

Trump var út­skrifaður af sjúkra­húsi í gær­kvöldi eft­ir að hafa dvalið þar í þrjár næt­ur. Nokkr­ir starfs­menn Hvíta húss­ins og aðstoðarfólk forsetans hafa greinst með kór­ónu­veiruna und­an­farna daga. Alls hafa 7,4 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna greinst með COVID-19 og 210 þúsund lát­ist af völd­um sjúk­dóms­ins.

Stjórn­mála­skýrend­ur virtust á sama máli um að stjórn­leysi og beiskja hefðu ein­kennt fyrstu kapp­ræður for­setafram­bjóðendanna tveggja fyrir tæpri viku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert