Dómstólar halda börum opnum

Bar- og veitingastaðaeigendur í Berlín reyna að halda stöðum sínum …
Bar- og veitingastaðaeigendur í Berlín reyna að halda stöðum sínum opnum. AFP

Dómstóll í Berlín hnekkti í dag reglum borgaryfirvalda sem bönnuðu börum og veitingastöðum að hafa opið á næturnar. Dómurinn sagði aðgerðir sem þessar „ekki endilega“ geta verið gagnlegar sem vörn gegn kórónuveirufaraldrinum, en reglurnar bönnuðu afgreiðslutíma frá kl. 23 að kvöldi til 6 á morgnana.

Málið höfðuðu ellefu eigendur veitingahúsa í borginni, en dómurinn sagði lokun á veitingastarfsemi vera „óhóflegan ágang á frelsi“ iðnaðarins, auk þess sem ný smit í Þýskalandi megi rekja til fólks sem saman kom í heimahúsum, kjötvinnsluverksmiðjum og á trúarviðburðum eða var á ferðalagi.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafði þegar hótað hertum aðgerðum á mest smituðu stöðum landsins ef ástandið myndi ekki batna. Þessar aðgerðir voru samþykktar af ríkisstjórum sextán sambandsríkja Þýskalands og Merkel sjálfri, og eru settar í gang ef nýgengi smita fer yfir 35 á hverja 100.000 íbúa, og eru hertar enn meir ef nýgengið fer yfir 50 á hverja 100.000 samkvæmt AFP-fréttaveitunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert