Írlandi nánast skellt í lás

AFP

Írland verður fyrsta ríkið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem íbú­um er gert að halda sig heima í þess­ari nýju bylgju kór­ónu­veiru­smita. Fyr­ir tveim­ur vik­um hafnaði rík­is­stjórn­in hug­mynd­um sótt­varna­lækn­is um slík­ar ráðstaf­an­ir. Regl­urn­ar gilda í sex vik­ur en þrátt fyr­ir hert­ar regl­ur verður skól­um ekki lokað.

For­sæt­is­ráðherra Írlands, Micheal Mart­in, kynnti nýj­ar sótt­varn­a­regl­ur í gær og gilda þær frá miðnætti á miðviku­dag. Öllum versl­un­um verður lokað fyr­ir utan mat­vöru­búðir og apó­tek. Bör­um og veit­inga­stöðum verður lokað en veit­ingastaðir geta selt mat til að taka með sér eða sent heim til fólks.

Get­ur bjargað jól­un­um

„All­ir í þessu landi eru beðnir að halda sig heima,“ sagði Mart­in í sjón­varps­ávarpi í gær­kvöldi.

Aðeins þeir sem starfa í fram­lín­unni mega ferðast til og frá vinnu og hreyf­ing ut­an­dyra er heim­il svo lengi sem hún tak­mark­ast við 5 km fjar­lægð frá heim­ili viðkom­andi. 

Rík­is­stjórn Írlands var­ar fólk við því að sektað verði fyr­ir brot á 5 km regl­unni og að dregið verði veru­lega úr al­menn­ings­sam­göng­um. Miðað er við að þær verði aðeins fjórðung­ur af því sem venju­legt er. 

Forsætisráðherra Írlands, Micheal Martin, kynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í gær.
For­sæt­is­ráðherra Írlands, Micheal Mart­in, kynnti ákvörðun­ina á blaðamanna­fundi í gær. AFP

Mart­in seg­ir að skól­ar og leik­skól­ar verði áfram starf­andi þar sem ekki megi leggja framtíð unga fólks­ins að veði vegna veirunn­ar.

Bannað verður að fara í heim­sókn­ir og eins verður bann við öll­um viðburðum inn­an­húss. En fólk af tveim­ur heim­il­um má hitt­ast úti, svo sem í al­menn­ings­görðum. Jafn­framt verður þeim sem búa ein­ir, eru í hættu á fé­lags­legri ein­angr­un eða eru með geðsjúk­dóma leyft að hitta heim­il­is­fólk á öðru heim­ili. 

Ólíkt því sem var í fyrri lok­un í mars verður íþróttaiðkun heim­iluð á bak við lukt­ar dyr, það er keppni er heim­il í knatt­spyrnu og fleiri íþrótta­grein­um. 

Mart­in seg­ir að senni­lega séu regl­urn­ar hvergi jafn harðar í Evr­ópu en nauðsyn beri til. Hann seg­ir að ef all­ir fram­fylgi regl­un­um næstu sex vik­urn­ar geti Írar vænt­an­lega haldið jól­in hátíðleg.

Þótti ekki nægj­an­lega út­hugsað

Sam­tök versl­un­ar­inn­ar á Írlandi segja að tugþúsund­ir starfs­manna smá­sölu­fyr­ir­tækja muni vera án at­vinnu vik­um sam­an og mjög ósátt við ákvörðun stjórn­valda. 

Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú kem­ur tveim­ur vik­um eft­ir að hún hafnaði beiðni sótt­varna­lækn­is lands­ins um að fara í slíka lok­an­ir. Á þeim tíma sagði vara­for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Leo Vara­dk­ar, að til­mæli sótt­varna­lækn­is um að loka land­inu í fjór­ar vik­ur væru ekki nægj­an­lega út­hugsuð. Nú er það mat rík­is­stjórn­ar­inn­ar að nauðsyn­legt sé að loka öllu í sex vik­ur til að verja lands­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert