Hvíta húsið stendur nú mögulega frammi fyrir annarri hópsýkingu eftir að a.m.k. fimm í innsta hring Mikes Pence varaforseta greindust smitaðir á síðustu dögum. Pence er þó ekki í sóttkví og hefur sótt fjöldafundi sem tengjast forsetakosningum þar vestra undanfarna daga. Síðasti dagur kosninganna er á þriðjudag en mikill fjöldi Bandaríkjamanna hefur nú þegar greitt sitt atkvæði.
„Covid, Covid, Covid“
Eftir að Meadows lét ummælin falla hafa sérfræðingar gagnrýnt ummæli hans og sagt að mörg þúsund manns muni falla frá ef faraldrinum sé leyft að breiða úr sér óhindrað.
Donald Trump Bandaríkjaforseti varði helginni á kosningasamkomum þar sem hann ræddi opinskátt um skoðanir sínar á grímum og nálægðartakmörkum. Hann gaf lítið fyrir hvort tveggja og kvartaði yfir því að fjölmiðlar töluðu ekki um neitt annað en „Covid, Covid, Covid“.
Þegar þáttastjórnandi CNN spurði Meadows hvers vegna Bandaríkin ætluðu sér ekki að ná stjórn á faraldrinum sagði Meadows: „Vegna þess að þetta er veira sem smitast á milli fólks, alveg eins og flensa.“ Þá bætti Meadows því við að ríkisstjórn Trumps sýndi viðleitni til að minnka útbreiðslu faraldursins.