Maður vopnaður hnífi myrti þrjár manneskjur í og við kirkju í frönsku borginni Nice í morgun áður en lögregla tók hann höndum.
Frá þessu greina franskir fréttamiðlar en heimildir fréttastofu Reuters herma að kona, ein þeirra sem myrt voru, hafi verið afhöfðuð í árásinni.
Borgarstjórinn Christian Etrosi segist í tísti geta staðfest að allt leiði til þess að litið sé á árásina sem hryðjuverk. Um er að ræða Notre-Dame-basilíkuna í miðri borginni.
Uppfært:
Heimildarmenn fjölmiðla eru nú ekki á einu máli um hvort önnur kvennanna hafi verið afhöfðuð eða hún skorin á háls. Dagblaðið Le Monde hermir að árásarmaðurinn hafi ráðist á hana inni í kirkjunni, skorið hana á háls og reynt að afhöfða hana.
Je suis sur place avec la @PoliceNat06 et la @pmdenice qui a interpellé l’auteur de l’attaque. Je confirme que tout laisse supposer à un attentat terroriste au sein de la basilique Notre-Dame de #Nice06. pic.twitter.com/VmpDqRwzB1
— Christian Estrosi (@cestrosi) October 29, 2020