Reyndi að afhöfða konu í kirkju í Nice

Lögregla að störfum á vettvangi.
Lögregla að störfum á vettvangi. AFP

Maður vopnaður hnífi myrti þrjár mann­eskj­ur í og við kirkju í frönsku borg­inni Nice í morg­un áður en lög­regla tók hann hönd­um.

Frá þessu greina fransk­ir fréttamiðlar en heim­ild­ir frétta­stofu Reu­ters herma að kona, ein þeirra sem myrt voru, hafi verið af­höfðuð í árás­inni.

Borg­ar­stjór­inn Christian Etrosi seg­ist í tísti geta staðfest að allt leiði til þess að litið sé á árás­ina sem hryðju­verk. Um er að ræða Notre-Dame-basilík­una í miðri borg­inni.

Upp­fært:

Heim­ild­ar­menn fjöl­miðla eru nú ekki á einu máli um hvort önn­ur kvenn­anna hafi verið af­höfðuð eða hún skor­in á háls. Dag­blaðið Le Monde herm­ir að árás­armaður­inn hafi ráðist á hana inni í kirkj­unni, skorið hana á háls og reynt að af­höfða hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka