Segir Joe Biden gjörspilltan

Tony Bobulinski.
Tony Bobulinski. AFP

Öld­unga­deild banda­ríska þings­ins hef­ur greint frá því að ekk­ert bendi til ann­ars en að gögn Tonys Bobul­inskis, fyrr­ver­andi viðskipta­fé­laga son­ar for­setafram­bjóðand­ans Joes Bidens, séu áreiðan­leg. Son­ur Bidens, Hun­ter Biden, er tal­inn hafa tekið við millj­ón­um dala frá er­lend­um ríkj­um, þar á meðal Kína og Rússlandi. New York Post greindi fyrst frá. 

Benda gögn Bobul­inski jafn­framt til þess að Joe Biden hafi sömu­leiðis tekið við pen­ing­um frá sömu ríkj­um í gegn­um son sinn. Þannig er for­setafram­bjóðand­inn sakaður um að hafa nýtt sér embætti vara­for­seta til að hagn­ast í gegn­um greiðslur frá er­lend­um ríkj­um. 

Biden held­ur sig heima

Öld­unga­deild­in er nú með málið til um­fjöll­un­ar, en um­rædd­ur Bobul­inski verður að öll­um lík­ind­um yf­ir­heyrður af FBI á næst­unni. Enn er verið að skoða gögn Bobul­inskis, en þau spanna þrjú ár og inni­halda um 900 skjöl, þar á meðal tölvu­pósta sem sýna fram á þátt Joes Bidens. 

Joe Biden hef­ur fram til þessa neitað ásök­un­un­um, en eft­ir því sem fleiri skjöl hafa litið dags­ins ljós hef­ur fram­bjóðand­inn kosið að tjá sig ekki. Lítið hef­ur sést til Bidens und­an­farna daga en hann held­ur sig að mestu heima fyr­ir í Delaware-ríki.

Til vinstri má sjá son Joe Bidens, Hunter Biden.
Til vinstri má sjá son Joe Bidens, Hun­ter Biden. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert