Útgöngubann tekur gildi á fimmtudag

Boris Johnson á rafrænum blaðamannafundi í kvöld.
Boris Johnson á rafrænum blaðamannafundi í kvöld. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag um fjögurra vikna útgöngubann víðsvegar um England.

Þetta gerði hann eftir umræðu um að sjúkrahús verði yfirfull innan nokkurra vikna ef sóttvarnaaðgerðir verði ekki hertar í landinu.

Samkvæmt nýju reglunum, sem taka gildi á fimmtudaginn, verður fólk að vera heima hjá sér nema í undantekningartilfellum vegna vinnu, skóla eða æfinga. Allar verslanir, nema þær sem nauðsynlegt er að hafa opnar, munu loka.

Barir og veitingastaðir verða lokaðir nema þeir sem bjóða upp á mat sem hægt er að senda heim. Allir afþreyinga- og skemmtistaðir verða lokaðir.

Reiknað er með því að þessum ströngu takmörkunum ljúki 2. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert