Fjöldi dauðsfalla gæti orðið tvöfalt meiri

Boris Johnson á blaðamannafundi á laugardag. Þar kynnti hann hertar …
Boris Johnson á blaðamannafundi á laugardag. Þar kynnti hann hertar aðgerðir. AFP

Fjöldi dauðsfalla vegna Covid-19 gæti orðið tvö­falt meiri í vet­ur en hann var í fyrstu bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Bor­is John­sons for­sæt­is­ráðherra Bret­lands sem hann mun vænt­an­lega flytja fyr­ir breska þingið í dag. BBC grein­ir frá.

Í yf­ir­lýs­ing­unni mun hann segja að það sé eng­inn ann­ar val­kost­ur, þegar hann leit­ast við að fá stuðning þings­ins við fyr­ir­hugað fjög­urra vikna út­göngu­bann víðs veg­ar um Eng­land. John­son mun þó út­skýra að hann hafi haft „rétt á að prófa alla mögu­lega val­kosti“ áður en hann skipaði fólki að hada sig heima. 

Verka­manna­flokk­ur­inn hef­ur nú þegar gefið út að hann muni styðja við ákvörðun um út­göngu­bann en gagn­rýna þann tíma sem það tók John­son að kom­ast að þeirri niður­stöðu. 

John­son til­kynnti á laug­ar­dag að harðar aðgerðir tækju gildi víða um Eng­land frá og með fimmtu­degi. Aðgerðirn­ar fel­ast t.d. í því að bör­um, veit­inga­stöðum, lík­ams­rækt­ar­stöðvum og helgistöðum verður lokað sem og versl­un­um sem telj­ast ekki nauðsyn­leg­ar. Þá verður fólk beðið um að halda sig heima með ör­fá­um und­an­tekn­ing­um þó. 

Aðgerðirn­ar verða kunn­gjörðar í smá­atriðum áður en þing­menn­irn­ir kjósa um þær á miðviku­dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert