Treysta sjö fjölmiðlum fyrir úrslitunum

Donald Trump hyggst lýsa yfir sigri jafnvel þó hann verði …
Donald Trump hyggst lýsa yfir sigri jafnvel þó hann verði ekki vís. AFP

Twitter tilkynnti í dag hvernig samfélagsmiðillinn hyggst sporna við snemmbúnum yfirlýsingum um sigur í bandarísku forsetakosningum sem haldnar eru á morgun.

Hefur miðillinn valið sjö fjölmiðla sem fullyrt er að treysta megi við að spá endanlega um úrslit kosninganna. Fjölmiðlarnir eru eftirfarandi:

  • ABC News
  • AP
  • CNN
  • CBS News
  • Decision Desk HQ
  • Fox News
  • NBC News

Í tísti segist Twitter aðeins munu líta á niðurstöðu sem opinbera þegar hún hefur verið tilkynnt af fulltrúa kjörstjórnar ríkis, eða þegar að minnsta kosti tveir ofangreindra fjölmiðla hafi fullyrt að úrslitin verði á ákveðna vegu.

Gæti merkt tíst um óstaðfesta niðurstöðu

Fjallað er um þessa ákvörðun á vefmiðlinum Axios og farið nánar út í smáatriðin:

  • Ef einhver þessara sjö fjölmiðla tístir og fullyrðir ákveðna niðurstöðu, áður en hinir sex hafa staðfest hana, mun Twitter ekki merkja tístið sérstaklega.
  • Ef blaðamaður eða einhver annar notandi Twitter fullyrðir ákveðna niðurstöðu, án þess að vísa til einhverra úr hópi fjölmiðlanna sjö, gæti Twitter merkt það tíst sérstaklega.
  • Merkingin sem Twitter mun nota verður eftirfarandi: „Opinberar heimildir kunna ekki að hafa sagt til um niðurstöðuna þegar þessu var tíst. Fáðu að vita meira.“
  • Merkingin mun hafa hlekk á ritskoðaða upplýsingasíðu Twitter um kosningarnar.

Axios greindi einnig frá því í gærkvöldi að forsetinn hygðist lýsa yfir sigri ef útlit væri fyrir að hann hefði forskot á Biden.

Þetta myndi stríða gegn hefð sem lengi hef­ur verið við lýði, þar sem sá fram­bjóðandi sem bíður ósig­ur, eða ör­uggt þykir að muni tapa, hring­ir í sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna og ját­ar ósig­ur sinn. Í fram­hald­inu stíg­ur sig­ur­veg­ar­inn á svið frammi fyr­ir sín­um stuðnings­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert