Twitter tilkynnti í dag hvernig samfélagsmiðillinn hyggst sporna við snemmbúnum yfirlýsingum um sigur í bandarísku forsetakosningum sem haldnar eru á morgun.
Hefur miðillinn valið sjö fjölmiðla sem fullyrt er að treysta megi við að spá endanlega um úrslit kosninganna. Fjölmiðlarnir eru eftirfarandi:
Í tísti segist Twitter aðeins munu líta á niðurstöðu sem opinbera þegar hún hefur verið tilkynnt af fulltrúa kjörstjórnar ríkis, eða þegar að minnsta kosti tveir ofangreindra fjölmiðla hafi fullyrt að úrslitin verði á ákveðna vegu.
Fjallað er um þessa ákvörðun á vefmiðlinum Axios og farið nánar út í smáatriðin:
Axios greindi einnig frá því í gærkvöldi að forsetinn hygðist lýsa yfir sigri ef útlit væri fyrir að hann hefði forskot á Biden.
Þetta myndi stríða gegn hefð sem lengi hefur verið við lýði, þar sem sá frambjóðandi sem bíður ósigur, eða öruggt þykir að muni tapa, hringir í sigurvegara kosninganna og játar ósigur sinn. Í framhaldinu stígur sigurvegarinn á svið frammi fyrir sínum stuðningsmönnum.