Oddur Þórðarson
Til þess að verða forseti í fjögur ár til viðbótar verður Donald Trump að vinna öll þau ríki sem enn eru í boði; Georgíu, Pennsylvaníu, Norður-Karólínu, Alaska og Nevada. Trump þykir eiga sigur vísan í Alaska og því eru í raun aðeins hin fjögur undir.
Í þessum fjórum mikilvægu ríkjum er staðan eftirfarandi:
Þessi staða gefur þó aðeins takmarkaða mynd af þeirri stöðu sem nú blasir við. Til að mynda verður að horfa til allra þeirra póstatkvæða sem eftir á að telja, sem líklega munu falla flest Biden í skaut.
Þá spáir New York Times því að 64% líkur séu á að Biden hafi betur í Georgíu. Atkvæði eiga enn eftir að koma úr stórum borgum á borð við Atlanta, þar sem demókratar þykja sterkari.
Hins vegar hafa einhverjir sagt að Trump eigi atkvæði inni í Nevada, þrátt fyrir að demókratar þyki líklegri til að hafa nýtt sér póstatkvæði, einmitt þau atkvæði sem á eftir að telja í Nevada.
Það er á brattann að sækja fyrir Trump en ennþá er of snemmt að útiloka báða frambjóðendur.