Biden með forskot í Georgíu

AFP

Joe Biden hefur náð forystu í Georgíu samkvæmt Guardian. Ekki er fullvíst að svo sé en allt bendir til þess. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn munar nú 917 atkvæðum þannig að allt getur gerst.

Sífellt fleiri bandarískir fjölmiðlar greina frá því að demókratinn hafi komist fram úr Donald Trump forseta Bandaríkjanna í Georgíu. Bæði CNN og Fox News hafa greint frá því. Trump fór með sigur af hólmi í Georgíu fyrir fjórum árum og var forskot hans á Hillary Clinton þá 5%.

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ávarpaði þjóð sína frá Hvíta húsinu …
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ávarpaði þjóð sína frá Hvíta húsinu í gærkvöldi og ræðan var skrifleg svo því sé haldið til haga. AFP

Forsetinn lýsti sjálfur yfir sigri í Georgíu í gærkvöldi þegar hann ávarpaði þjóð sína í ávarpi sem margir bandarískir fjölmiðlar slökktu á vegna þeirra ósanninda sem þar komu fram. 

Hafa verður í huga að það nægir ekki fyrir Biden að vinna Georgíu til þess að verða lýstur réttkjörinn forseti Bandaríkjanna heldur verður hann að fara með sigur af hólmi í tveimur lykilríkjum eða sigra í Pennsylvaníu vegna þess fjölda kjörmanna sem er í ríkinu. 

Spennan er gríðarleg og við hér á mbl.is fylgjumst grannt með.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert