„Lygi á lygi ofan“

Nokkrar bandarískar sjónvarpsstöðvar stöðvuðu beina útsendingu af fyrsta ávarpi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps, frá því á kosninganóttina eftir að forsetinn varð uppvís að því að dreifa upplýsingaóreiðu.

Trump hellti úr sér rakalausum ásökunum og æsingaráróðri í 17 mínútna löngu ávarpi. Hélt hann því fram að demókratar notuðu ólögleg atkvæði til þess að stela kosningunum frá sér, að því er segir í frétt AFP-fréttastofunnar.

Staðreyndavakt BBC

Staðreyndavakt AFP-fréttastofunnar

Ávarpið flutti forsetinn á sama tíma og atkvæði eru talin í lykilríkjum og virðist allt benda til þess að demókratinn Joe Biden færist nær sigri.

„Allt í lagi, enn á ný erum við í þeirri óvenjulegu stöðu að ekki bara stöðva forseta Bandaríkjanna heldur einnig leiðrétta forseta Bandaríkjanna,“ sagði Brian Williams, fréttamaður MSNBC, í beinni útsendingu á sama tíma og stöðin slökkti á forsetanum. Sjónvarpsstöðvarnar NBC og ABC News gerðu slíkt hið sama. 

„Þetta er sorgarstund fyrir Bandaríkin að þurfa að hlusta á forseta landsins ranglega saka fólk um að stela kosningunum,“ sagði Jake Tapper hjá CNN. Hann lýsti ávarpi forsetans sem lygi á lygi ofan um að kosningunum hefði verið stolið án nokkurra sannana.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert